Sigurvegarar dagsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Sigurvegarar dagsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 16. september 2023 - kl. 16:58
Kormákur Hvöt upp í 2. deild

Kormákur Hvöt lauk frábæru tímabili sínu með góðum sigri á Augnabliki á Blönduósvelli í dag. Með sigrinum gulltryggði liðið sæti í 2. deild að ári. Viktor Ingi Jónsson skoraði fyrir Kormák Hvöt fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og Kristinn Bjarni Andrason tvöfaldað forystuna á 17. mínútu. Staðan í hálfleik 2-0. Eitt mark var skorað í seinni hálfleik og var það heimamanna er Moussa Ismael Sidibe Brou kom boltanum í netið á 90. mínútu. Öruggur 3-0 sigur og upp um deild, sem er sannarlega frábær árangur.

Reynir Sandgerði er Íslandsmeistari í 3. deild með 50 stig og Kormákur Hvöt varð í 2. sæti með 45 stig. Víðir Garði varð í 3. sæti með 41 stig og Árbær endaði í 4. sæti með 39 stig. KFS og Ýmir urðu í tveimur neðstu sætunum og falla niður um deild.

Moussa Ismael, leikmaður Kormáks Hvatar, varð markahæstur í deildinni í sumar, skoraði 18 mörk.

Lokastöðuna í deildinni má sjá hér: https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/?motnumer=46269

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga