Fréttir | 17. september 2023 - kl. 10:12
Nú fer veiði að ljúka í helstu laxveiðiám Húnavatnssýslna og á næstu dögum taka við samræmdar aðgerðir veiðifélaga, Landssambands veiðifélaga og Fiskistofu við að hreinsa eldislax úr ám þar sem hans hefur orðið vart. Alls hafa veiðst rúmlega 3000 laxar í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum sem af er sumri og er það um 1200 færri laxar en í fyrra. Mest hefur veiðst í Miðfjarðará eða 1199 laxar, þá í Laxá á Ásum 630 laxar og í Víðidalsá hafa veiðst 599 laxar.
Blanda stendur í 359 löxum, Vatnsdalsá í 344, Hrútafjarðará í 145 og Svartá í 92. Í öllum þessum ám er veiðin slakari en í fyrra. Vænta má að lokatölur detti svo inn í lok þessarar viku.