Fréttir | 18. september 2023 - kl. 09:18
Umhverfisdagur í Húnaþingi vestra

Grunnskólinn, leikskólinn og tónlistarskólinn í Húnaþingi vestra hvetja alla íbúa sveitarfélagsins til þess að taka þátt með þeim í umhverfisdegi sem haldinn verður miðvikudaginn 20. september næstkomandi, en það verður hægt að gera með ýmsum hætti. Auka opnun verður á Hirðu gámasvæði þennan dag, milli klukkan 13 og 17. Íbúar geta stutt verkefnið t.d. með því að velja heilsusamlegri ferðamáta þennan dag, týna rusl, fara ferð á gámasvæðið, ganga frá garðinum fyrir veturinn, skila flöskum og dósum í endurvinnslu, planta haustlaukum og margt fleira.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga