Danskóli Menningarfélags Húnaþings vestra er tekinn til starfa. Mynd: FB/menhunvest
Danskóli Menningarfélags Húnaþings vestra er tekinn til starfa. Mynd: FB/menhunvest
Fréttir | 18. september 2023 - kl. 21:58
Mikil aðsókn í nýjan dansskóla

Fimmtíu og tveir nemendur hafa skráð sig á fyrstu önn nýs dansskóla í Húnaþingi vestra. Á facebooksíðu Menningarfélags Húnaþings vestra segir að fjöldi skráninga hafi farið fram úr björtustu vonum og það sé sérstaklega ánægjulegt að fjöldi nemenda komi frá Austur-Húnavatnssýslu. Þörfin fyrir dansskóla í Húnaþingi sé greinilega mikil. Vegna mikils nemendafjölda og dreifingu þeirra í mismunandi hópa hefur þurft að endurskoða stundarskrána.

„Nú langar okkur að biðja nemendur eða/og forráðamenn þeirra að sækja um aðgang að sérstökum hópi sem má finna hér þar sem öll frekari upplýsingamiðlun fer fram,“ segir á facebooksíðu menningarfélagsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga