Sko├░unafer├░ um Inverness Campus. Mynd: ssnv.is
Sko├░unafer├░ um Inverness Campus. Mynd: ssnv.is
Fr├ęttir | 20. september 2023 - kl. 21:46
Fr├Ž├░slufer├░ SSNV og SSV til Skotlands

Sextíu manna hópur sveitarstjórnarfulltrúa, bæjar- og sveitarstjóra auk starfsmanna Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hélt í víking til Skotlands síðustu vikuna í ágúst. Um fræðsluferð var að ræða og tilgangur hennar var að kynnast helstu áherslum Skota í byggða- og sveitarstjórnarmálum. Á vef SSNV er sagt frá ferðinni og þar kemur fram að ferðir sem þessar víkki sjóndeildarhring sveitarstjórnarfólks.

Því gefst kostur á að kynnast helstu áskorunum sveitarfélaga erlendis og geta mátað þeirra lausnir við áskoranir heima fyrir. Þá skipti samtalið um sveitarstjórnarmál máli sem og aukin kynni á milli aðila sem skapast í svona ferðum og er að gott veganesti fyrir frekari störf heima fyrir.

Umfjöllun um fræðsluferð SSNV og SSV til Skotlands má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga