
Frá fjölskyldumessunni á HSN. Myndir: FB/Blönduóskirkja
Fréttir | 14. nóvember 2023 - kl. 13:14
Fjölskyldumessa var haldin á baðstofulofti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi síðastliðinn sunnudag. Þar fór fram falleg og skemmtileg samverustund fyrir alla fjölskylduna. Lesin var biblíusaga, Rebbi og Gulla gæs komu í heimsókn, horft var á Holy Moly og svo var litað og sungið saman, svo fátt eitt sé nefnt. Á facebooksíðu Blönduóskirkju má sjá myndir og vídeó frá messunni.