Hluti af bókunum sem keyptar voru. Mynd: hofdaskoli.is
Hluti af bókunum sem keyptar voru. Mynd: hofdaskoli.is
Fréttir | 14. nóvember 2023 - kl. 13:26
Foreldrafélag Höfðaskóla gaf skólabókasafninu rausnarlega bókagjöf

Foreldrafélag Höfðaskóla hefur styrkt skólabókasafnið um 100.000 krónur til bókakaupa. Nemendur skólans tóku á móti bókunum sem keyptar voru í dag ásamt Söndru bókaverði. Líklegt er að slegist verði um bækurnar þegar þær verða komnar upp í hillur safnsins í vikunni. Sandra þakkaði foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.

Sagt er frá þessu á vef Höfðaskóla og á Skagastrandarvefnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga