Tilkynningar | 16. nóvember 2023 - kl. 14:56
Minnum á Jólasjóðinn
Frá stjórn Jólasjóðsins

Nú fer að líða að jólum og vill Jólasjóðurinn minn á sig. Sjóðurinn hefur fengið styrki frá félagasamtökum, sveitarfélögum og einstaklingum til að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga á svæðinu, sem minna mega sín. Þörf fyrir aðstoð á svæðinu hefur aukist frá ári til árs, hefur Félagsþjónustan fært einstaklingum og fjölskyldum inneignarkort sem jólasjóðurinn fjármagnar með styrkjum frá ykkur.

Vill sjóðurinn koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa styrkt sjóðinn í gegnum árin.

Bent er á reikningsnúmer Jólasjóðsins: 0307-13-110187, kt. 651114-0470.

Anna Kristín Davíðsdóttir
Unnur Arnardóttir
Valgeir M Valgeirsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga