Eigendur L├ęttit├Žkni, Jakob og Katr├şn. Mynd: FB/L├ęttit├Žkni
Eigendur L├ęttit├Žkni, Jakob og Katr├şn. Mynd: FB/L├ęttit├Žkni
Fr├ęttir | 18. nóvember 2023 - kl. 12:31
├×rj├║ fram├║rskarandi fyrirt├Žki ├ş H├║navatnss├Żslum

Í síðasta mánuði birti Creditinfo árlega greiningu sína um framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi en til að falla inn í þann úrvalshóp þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði. Á listanum í ár eru 19 fyrirtæki staðsett á Norðurlandi vestra, flest í Skagafirði. Tvö eru staðsett á Hvammstanga; Sláturhús KVH og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga og eitt á Blönduósi; Léttitækni. Í ár skipa 1.006 fyrirtæki lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki en hann byggist á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækjanna á árinu 2022.

Þetta er í fyrsta sinn sem Léttitækni á Blönduósi er á listanum. Félagið er í eigu Jakobs Jóhanns Jónssonar og Katrínar Líndal og sérhæfir sig í framleiðslu og innflutningi á tækjum til að létta dagleg störf og auka afköst, allt frá léttum vögnum og trillum upp í stóra sérhæfða lyftara.

Rekstur sem byggir á traustum stoðum
Fyrirtækin sem komast í úrvalshóp Creditinfo sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig verðmæti og störf. Þau standa á traustum stoðum og eru því ekki líkleg til að valda samfélaginu kostnaði. Til að komast í hópinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, m.a. að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár og að rekstrarhagnaður hafi verið jákvæður þrjú ár í röð. Þá þarf eiginfjárhlutfallið að hafa verið 20% eða meira og eignir 100 milljónir eða meira að meðaltali þrjú rekstrarár í röð. Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi komast í úrvalshóp framúrskarandi fyrirtækja 2023.

Framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra:
Kaupfélag Skagfirðinga ( svf. )
Dögun ehf.
Steinull hf.         
Vörumiðlun ehf.              
Nesver ehf.        
Friðrik Jónsson ehf.        
Ölduós ehf.        
FISK-Seafood ehf.           
Steypustöð Skagafjarðar ehf.      
Sláturhús KVH ehf.         
K-Tak ehf.           
Víðimelsbræður ehf.      
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga ( svf. )     
Króksverk ehf.   
Vinnuvélar Símonar ehf.              
Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf.          
Léttitækni ehf.  
Þ. Hansen ehf.  
Raðhús ehf.       

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga