Fréttir | 20. nóvember 2023 - kl. 14:22
Jólin byrja í gamla bænum

Föstudaginn 24. nóvember klukkan 16:30 verða ljósin kveikt á jólatrénu framan við Hillebrantshúsið í gamla bænum á Blönduósi. Dansað verður í kringum jólatréð og jólasveinar kíkja við. Boðið verður upp á lifandi tónlist og hægt verður að grilla sykurpúða yfir opnum eldi ef veður leyfir. Selt verður kaffi, heitt súkkulaði og vöfflur og Jólamarkaður verður í Hillebrantshúsinu klukkan 16-20 þar sem handverksfólk úr héraði selur vörur sínar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga