Mynd: FB/Kar├│l├şna ├ş Hvammshl├ş├░
Mynd: FB/Kar├│l├şna ├ş Hvammshl├ş├░
Fr├ęttir | 30. nóvember 2023 - kl. 09:38
N├Żtt Hvammshl├ş├░ardagatal komi├░ ├║t

Hvammshlíðardagatal Karólínu Elísabetardóttur bónda er komið út í sjötta sinn. Dagatalið er í stóru broti og fullt af skemmtilegum nýjum og gömlum myndum og ýmsum fróðleik. Hver síða er ríkulega myndskreytt, ýmist með myndum frá sveitalífinu í Hvammshlíð eða eldri myndum sem Karólína hefur fengið sendar úr myndasöfnum héðan og þaðan.

Dagatalinu fylgir sex síðna viðauki þar sem farið er yfir sögu gamalla almanaksdaga, gömlu íslensku mánuðina og önnur tímabil sem ekki eru notuð almennt. Að auki eru skýringar á fjölmörgum mælieiningum sem ekki eru lengur í notkun eins og alin, eykt og pottur.

Dagatalið fæst hjá Líflandi á Blönduósi, í Skagfirðingabúð, í Fóðurblöndunni á Selfossi & Hvolsvelli, hjá KB í Borgarnesi og í Galleríi 16, Vitastíg 16 í Reykjavík, og hjá Karólínu sjálfri. Hún sendi um landið allt og er auk þess aftur með afhendingarstað (eftir samkomulagi) í Árbæ í Reykjavík og á Akureyri.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga