Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 1. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:50 0 0°C
Laxárdalsh. 04:50 0 0°C
Vatnsskarð 04:50 0 0°C
Þverárfjall 04:50 0 0°C
Kjalarnes 04:50 0 0°C
Hafnarfjall 04:50 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
69. þáttur. Eftir Jón Torfason
25. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. febrúar 2024
Frá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar
16. febrúar 2024
68. þáttur. Eftir Jón Torfason
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. febrúar 2024
Mynd: skra.is
Mynd: skra.is
Fréttir | 07. febrúar 2024 - kl. 10:29
Norðurland vestra fámennasti landshlutinn

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá um íbúafjölda sveitarfélaga 1. febrúar síðastliðinn er Norðurland vestra nú fámennasti landshluti Íslands. Vestfirðir hafa áður verið fámennasti landshlutinn en nú eru Vestfirðingar orðnir fjölmennari en íbúar á Norðurlandi vestra. Munurinn er ekki mikill en á tímabilinu 1. desember 2023 til 1. febrúar 2024 fjölgaði íbúum Vestfjarða um 32 en á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum um 13. Vestfirðingar eru nú 7.509 talsins en íbúar á Norðurlandi vestra 7.488 talsins, munurinn er 21 íbúi. Íbúum fækkar í öllum sveitarfélögum Húnavatnssýslna en fjölgar í Skagafirði.

Á tímabilinu fækkaði íbúum Húnaþings vestra um níu íbúa og eru þeir nú 1.251 talsins. Á Skagaströnd fækkaði um fimm íbúa og eru þeir nú 463 talsins. Sömu sögu er að segja um Húnabyggð, þar fækkaði um fimm íbúa og eru þeir nú 1.295 talsins. Í Skagabyggð fækkaði um einn íbúa og eru þeir nú 85 talsins. Í Skagafirði varð aftur á móti fjölgun um sjö íbúa á tímabilinu.

Íbúafjöldi á landinu nálgast nú að verða 400 þúsund en í dag íbúar landsins 399.860, íslenskir 324.417 og erlendir 75.443. Karlar eru 207.026, konur 192.666 og kynsegin/annað 168. Meðalaldur íbúa er 38,2 ár og elsti íbúinn er 106 ára. Algengustu nöfnin eru Anna, Jón, Guðrún, Sigurður og Guðmundur. 

Sjá nánari upplýsingar á www.skra.is.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið