Mynd: hunathing.is
Mynd: hunathing.is
Fr├ęttir | 09. febrúar 2024 - kl. 17:36
G├│├░ gj├Âf til f├Ândurstarfs eldri borgara og ├Âryrkja

Kvenfélagið Iðja gaf nýverið föndurstarfi eldri borgara og öryrkja í Húnaþingi vestra vaxbað, sem gjarnan er notað fyrir þreyttar og stirðar hendur og hentar því sérstaklega vel fyrir handavinnufólk. Höndum er dýft í heitt vaxið og það látið vera á höndum í 15-20 mínútur. Þessi „paraffin-vaxmeðferð“ er talin hafa verkjastillandi áhrif ásamt því að gefa húð aukinn raka og mýkt. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra og þar tekið fram að föndurstarfið fari fram á mánudögum og fimmtudögum klukkan 15-18 í salnum í Nestúni 4-6 á Hvammstanga.

Á myndinni, sem fengin er af vef Húnaþings vestra, má sjá Stellu Báru Guðbjörnsdóttur, umsjónarmann föndurstarfs, Ingibjörgu Jónsdóttur f.h. kvenfélagsins Iðju og Elínborgu Ólafsdóttur sem er að prufa vaxmeðferðina og svo gjöfina, vaxbaðið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga