Barnabær á Blönduósi. Mynd: hunabyggd.is
Barnabær á Blönduósi. Mynd: hunabyggd.is
Fréttir | 13. mars 2024 - kl. 11:19
Bygging nýs leikskóla í undirbúningi

Í undirbúningi er að byggja nýjan 685 fermetra leikskóla á Blönduósi sem staðsettur yrði norðan við núverandi leikskóla. Nýta á núverandi húsnæði áfram fyrir elstu árganga en því breytt, m.a. verður eldhúsi breytt í listasmiðju. Nýbyggingin er ætluð fyrir yngri árganga ásamt móttökueldhúsi og matsal sem nýtist leikskólanum í heild ásamt starfsmannarými. Breyta á skólalóð í tengslum við nýbygginguna og er gert ráð fyrir ungbarnaleiksvæði.

Þetta kemur fram í fundargerð fræðslunefndar Húnabyggðar. Þar segir að unnið sé að gerð útboðsgagna verkefnisins og að endanleg ákvörðun um framkvæmd þess bíði meðferðar sveitarstjórnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga