Fr├ęttir | 19. mars 2024 - kl. 13:22
Vinnustofa um m├│tun loftslagsstefnu
FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Á föstudaginn klukkan 12:30-16:00 verður haldin vinnustofa á Hótel Laugarbakka til að ræða framtíðarsýn sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum í loftslagsmálum. Allir sem hafa áhuga á loftslagsmálum og framtíð sveitarfélaganna Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar eru hvattir til að taka þátt. „Til þess að móta vel ígrundaða stefnu er mikilvægt að fá ólík sjónarmið að borðinu. Hvetjum ykkur til að taka þátt og eiga góða vinnustund með okkur,“ segir í auglýsingu um vinnustofuna.

Vinnustofan er haldin á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og KPMG fyrir sveitarfélögin í Húnavatnssýslum.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga