H├│purinn ├ş vettvangsfer├░inni. Mynd: hunaskoli.is
H├│purinn ├ş vettvangsfer├░inni. Mynd: hunaskoli.is
Fr├ęttir | 21. mars 2024 - kl. 14:50
Fengu að sjá hvernig rafmagn er framleitt

Fyrr í þessum mánuði fóru nemendur í 9. og 10. bekk Húnaskóla, ásamt náttúrufræðikennurum sínum í vettvangsferð í Blöndustöð. Markmið ferðarinnar var að tengja námsefni um rafmagn og segulmagn, sem nemendur hafa verið að vinna í, við nánasta umhverfi og gefa þeim kost á að sjá með eigin augum hvernig rafmagn er framleitt. Í Blöndustöð fékk hópurinn vel skipulagða og greinagóða leiðsögn fjögurra starfsmanna stöðvarinnar.

Sagt er frá þessu á vef Húnaskóla. Þar kemur fram að stöðvarhúsið, stjórnhúsið og starfsmannahúsið hafi verið skoðað og að hópnum hefði verið boðið upp á drykki og nýbakaða skúffuköku sem kokkurinn og starfsfólk eldhússins reiddu fram. „Ómetanlegt er fyrir skólasamfélagið hvað fyrirtæki í héraðinu eru tilbúin til að fá nemendur í heimsókn og gefa þannig kennurum kost á því að tengja námsefni við atvinnulífið,“ segir á vef Húnaskóla.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga