Fr├ęttir | 26. mars 2024 - kl. 09:28
Har├░ur ├írekstur vi├░ Enniskot ├ş g├Žr

Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt lentu saman í hörðum árekstri á hringveginum við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra síðdegis í gær en lögreglan fékk tilkynningu um slysuð rétt fyrir klukkan 17. Í tilkynningu frá henni segir að tvennt hafi verið í hvorri bifreið og að tveir hafi verið fluttir slasaðir með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli til Reykjavíkur, og tveir með sjúkrabifreið. Ekki sé hægt að segja til um meiðsl fólksins að svo stöddu.

Fram kemur að Blönduóssflugvöllur var lokaður vegna snjóalaga en opnaður með snjómoksturstækjum um leið og fréttist af slysinu. Tildrög slyssins eru í rannsókn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga