Tillögurnar fimm sem hægt er að kjósa um
Tillögurnar fimm sem hægt er að kjósa um
Fréttir | 27. mars 2024 - kl. 18:35
Val á slagorði fyrir Húnaþing vestra

Íbúar í Húnaþingi vestra geta valið milli fimm tillagna að slagorði fyrir sveitarfélagið, sem lýstir kjarna samfélagsins og hægt er að nota í kynningarskyni. Síðastliðið haust framkvæmdi Háskólinn á Bifröst íbúakönnun og var fólk m.a. beðið um að koma með hugmyndir að slagorði fyrir Húnaþing vestra. Nokkrar tillögur bárust og hafa nú fimm verið valdar til að kjósa um. Einnig er hægt að koma með nýja hugmynd. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.

Hugmyndirnar eru:

  • Húnaþing vestra - heimkynni hamingjunnar.
  • Húnaþing vestra - lifandi samfélag.
  • Húnaþing vestra - höfðingi heim að sækja.
  • Húnaþing vestra - allt til alls.
  • Húnaþing vestra - þar sem gott er að vera.

Kjósa má um tillögurnar hér.

Á vef Húnaþings vestra segir: „Slagorðin hafa öll skírskotun til niðurstaðna rannsókna sem hafa leitt í ljós að íbúar í Húnaþingi vestra virðast ánægðari með sveitarfélagið sitt en íbúar þeirra sveitarfélaga sem við berum okkur saman við. Íbúar eru skv. könnunum einnig ánægðir með menningarlíf og afþreyingu í sveitarfélaginu. Jafnframt eru íbúar einnig skv. könnunum ánægðir með þjónustuframboð í sveitarfélaginu. Þau sem vilja geta skráð netfang sitt og verður dregið úr innsendum svörum um gjafakort upp á 10 þús. kr. á einhvern þeirra framúrskarandi veitingastaða sem er að finna í sveitarfélaginu.“

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga