Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fr├ęttir | 30. mars 2024 - kl. 14:40
Vonskuveður á páskadag

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra á morgun páskadag. Spáð er norðaustan 13-20 m/s og snjókomu austantil. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Gular veðurviðvaranir hafa einnig verið gefnar fyrir Strandir, Norðurland eystra, Austurlanda að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Ráðlegt er að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað í ferðalag milli staða.

Sjá nánar um veður á www.vedur.is og um færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga