Ve├░ri├░ sk├ína├░i ├żv├ş sem sunnar dr├│
Ve├░ri├░ sk├ína├░i ├żv├ş sem sunnar dr├│
Fr├ęttir | 31. mars 2024 - kl. 17:54
P├ískahreti├░ til vandr├Ž├░a

Líkt og spáð var hefur í dag verið vonskuveður á Norðurlandi og hafa björgunarsveitir úr Húnavatnssýslum og Skagafirði staðið í ströngu við að aðstoða ferðalanga yfir og niður af Vatnskarði og út Langadal. Mikil hálka er efst í Bólstaðarhlíðarbrekkunni og hafa bílar fokið þar til. Þá hafa bílstjórar í einhverjum tilfellum ekki treyst sér að keyra áfram þar sem skafrenningur og ofankoma blindar sýn. Björgunarfólk hefur því þurft að keyra suma bíla niður af Vatnskarði.

Þjóðvegurinn um Langadal hefur verið mjög erfiður yfirferðar í dag og nánast ekkert skyggni enda blindhríð. Mikil hálka er víða á leiðinni frá Blönduósi og yfir í Hrútafjörð og þar hefur verið mikill skafrenningur en lítil sem engin úrkoma. Skafrenningurinn hefur verið það mikill að stundum sést ekki á milli stika á veginum.

Sjá nánar um veður á www.vedur.is og um færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga