Hvammstangakirkja
Hvammstangakirkja
Fréttir | 09. apríl 2024 - kl. 15:52
Tónleikar á Hvammstanga á vegum Soroptimistaklúbbsins við Húnaflóa

Tónleikar á vegum Soroptimistaklúbbsins við Húnaflóa verða haldnir laugardaginn 13. apríl í Hvammstangakirkju og hefjast klukkan 15. Boðið er upp á söng, hljóðfæraleik og ljóðaflutningur, sem m.a. nemendur tónlistaskóla Húnavatnssýslna taka þátt í. Einnig ætlar Karlakórinn Lóuþrælar að syngja. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.

Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa safnar peningum til að halda helgarnámskeið „Stelpur geta allt,“ sem öllum stúlkum á 12. aldursári í Húnavatnssýslum verður boðið á, þeim að kostnaðarlausu. Markmið námskeiðsins er að styrkja sjálfsmynd þeirra.

Allir flytjendurnir á tónleikunum gefa vinnu sína.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga