Frá undirskrift samningsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Frá undirskrift samningsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:16
Hvammstangavöllur verður Sjávarborgarvöllur

Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga hafa skrifað undir samning um að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar í sumar. Þetta er fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila, að því er segir á Aðdáendasíðu knattspyrnuliðsins Kormáks-Hvatar á Facebook. Í sumar fara fjórir meistaraflokksleikir fram á Sjávarborgarvellinum, auk leikja í yngri flokkum.

„Meistaraflokksráð fagnar þessu samstarfi gríðarlega og sér í lagi þeirri staðreynd að enn einn máttarstólpinn í húnvetnsku menningar- og atvinnulífi sér hag sinn í því að styðja við bakið á liðinu okkar allra,“ segir á facebooksíðunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga