Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga

Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.

Síðustu tónleikarnir fara fram 8. maí í Blönduóskirkju klukkan 17 en þá ætla hljóðfæranemendur úr Húnabyggð að koma fram. Skólaslit og afhending prófskírteina fer svo fram 15. maí í Blönduóskirkju klukkan 17.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga