Frá Hvammstanga. Mynd: hunathing.is
Frá Hvammstanga. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 24. maí 2024 - kl. 13:14
Tímabil gróðurelda - hætta á sinubruna

Slökkvilið Húnaþings vestra hefur sinnt einu útkalli vegna gróðurelda í vor og bendir á að áhættutími sinubruna er í hámarki um þessar mundir. Í tilkynningu á vef Húnaþings vestra minnir slökkviliðsstjórinn á að stranglega er bannað með öllu að kveikja í rusli eða sinu án samþykkis slökkviliðs. „Lítill saklaus eldur í gróðri getur fljótt farið úr böndunum meðal annars vegna hvassviðris og valdið verulegu eignatjóni og heilsutjóni. Höfum þetta á bak við eyrað og förum varlega,“ segir slökkviliðsstjórinn.

Sjá nánar á vef Húnaþings vestra.

Fyrstu viðbrögð við gróðureldum er að hringja í 112 og láta vita af staðsetningu. Einnig er mikilvægt að láta fólk í nágrenninu sem kynni að vera í hættu vita af eldinum strax.

Á vefnum www.grodureldar.is má finna leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við gróðureldum og hvernig best er að koma í veg fyrir að gróðureldar kvikni.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga