Húnavaka 2010 | 16. júlí 2009 - kl. 12:56
Listasýning á Húnabraut 13, annarri hæð.

Húnavökuhelgina verður Inese Elferte með sýningu á listaverkum sínum á Húnabraut 13, annarri hæð og einnig næstu tvær helgar þar á eftir. Inese býður áhugasömum gestum að mála á silki og listaverk hennar verða til sölu á staðnum.

Inese, sem er búsett á Blönduósi, er menntaður listasögu- og listakennari og er þetta fyrsta listasýning hennar hér á Íslandi.

 

Sýningin verður opin:

Föstudag 17. júlí kl 15:00 - 19:00.

Laugardag 18. júlí kl. 10:00 - 13:30.

Sunnudag 19. júlí kl. 13:00 - 16:00.

 

Sýningin verður einnig opin 23. júlí - 25. júlí og 30. júlí - 1. ágúst frá kl. 13:00-18:00.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga