Fréttir | 10. nóvember 2009 - kl. 20:58
Sr. Magnús Magnússon skipaður sóknarprestur á Breiðabólstað

Valnefnd í Breiðabólstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi ákvað á fundi sínum í síðustu viku að leggja til að Sr. Magnús Magnússon verði skipaður sóknarprestur en embættið er veitt frá 1. nóvember.

Fjórir umsækjendur voru um embættið. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefndin er skipuðu níu fulltrúar Breiðabólsstaðarprestakalls ásamt prófasti í Húnavatnsprófastsdæmi.

Árið 2005 var Magnús valinn sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli í Snæfells og Dalaprófastsdómi en þar áður var hann prestur á Skagaströnd í fimm ár eða frá því að hann hóf preststörf.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga