Fréttir | 30. september 2010 - kl. 10:36
Minnismerki um Skáld-Rósu afhjúpað

Í tilefni af 155 ára dánardegi Skáld-Rósu, eða Vatnsenda-Rósu, hefur Kvennaband Vestur-Húnvetninga látið útbúa minningar- og upplýsingaskilti sem sett hefur verið upp við Vatnsenda í Vesturhópi. Síðastliðinn þriðjudag, var minnismerkið afhjúpað við athöfn.

Það voru þær Jónína Jóhannesdóttir, formaður Kvennabandsins og Bjarney Valdimarsdóttir gjaldkeri Kvennabandsins sem afhjúpuðu minnismerkið sem Guðmundur Jóhannesson og Björn Pétursson höfðu sett upp. Kirkjukór Hvammstanga söng lög við texta Skáld-Rósu og séra Gísli Kolbeins fór með fróðleik um þessa merkilegu konu.

 

Rósa Guðmundsdóttir, Vatnsenda-Rósa, fæddist á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 23. desember árið 1795. Ýmsar lausavísur hennar urðu fljótt þjóðkunnar og eru enn alþekktar. Flestar þekktustu vísur hennar eru samsafn sem gengur jafnan undir nafninu Vísur Vatnsenda-Rósu og eru þær oftast sungnar við íslenskt þjóðlag sem Jón Ásgeirsson útsetti. Vatnsenda-Rósa 28. september 1855. Er hún grafin í kirkjugarðinum á Núpi. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga