Spaugið | 25. nóvember 2010 - kl. 13:38
Ljóskubrandarar eru skemmtilegir.......

Það var heitt í veðri og ljóskan var á rölti um bæinn þegar hún sá gossjálfsala og ákvað að nota tækifærið og fá sér ískalt gos. Hún gengur upp að sjálfsalanum og setur pening í raufina.

Peningurinn rennur út aftur. Þetta gerist í hvert skipti hjá henni þegar hún setur pening í raufina, en alltaf gerir hún þetta aftur og aftur- pening í og hann rennur úr, pening í og hann rennir út...

Þar sem það var mjög heitt í veðri og margir að hugsa það sama og ljóskan, að fá sér kalt að drekka var komin röð fyrir aftan hana. Einn ungur maður sem var orðin ferlega þreyttur og þyrstur segir ljóskunni að fara drífa sig því það séu fleiri sem þurfi að komast að.

“Ekki að ræða það,” segir ljóskan um hæl og bætir við....”Ég er að vinna fullt af pening, sérðu það ekki?”

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga