Arnar Helgi í keppninni í fyrra í London
Arnar Helgi í keppninni í fyrra í London
Fréttir | 08. mars 2012 - kl. 17:42
Hörkukeppni á World Skills í London

Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að þrír Íslendingar hafi tekið þátt í heimsmeistaramóti iðngreina, World Skills, í London í fyrra en einn af keppendunum var Blönduósingurinn Arnar Helgi Ágústsson sem er rafvirki. Arnar Helgi segir þátttökuna hafa gert sig reynslunni ríkari og að hann hafi fengið að finna hvernig það er að vinna undir miklu álagi og öðlaðist þannig vissa innsýn í mismunandi vinnuaðferðir í gengum keppendur frá ólíkum löndum.

 

Arnar Helgi hafnaði í þriðja sæti í keppni í rafvirkjun á Íslandsmóti iðngreina sem fór fram í Smáralind í apríl árið 2010. Hann var þá átján ára og því sá eini af þremur efstu keppendunum sem hafði þátttökurétt á World Skills þar sem miðað er við 22 ára hámarksaldur á árinu. Keppnin stóð yfir í 10 daga þar sem Arnar keppti við rafvirkja víðs vegar að úr heiminum í hörkuerfiðri viðureign. Nánar má lesa á vefslóðinni

http://www.visir.is/ExternalData/pdf/serblod/SD120306.pdf.

 

 

 

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga