Fréttir | 13. mars 2013 - kl. 10:58
Galdrakarlinn í Oz á Sauðárkróki

Fyrsta sýning nemenda í 10. bekk Árskóla á Sauðárkróki á barnaleikritinu Galdrakarlinn í Oz fer fram í Bifröst á Sauðárkróki í dag. Krakkarnir eru búnir að vera vakandi og sofandi síðastliðnu vikurnar að æfa og er þetta gert sem fjáröflun fyrir skólaferðalag þeirra til Danmerkur í vor.

Galdrakarlinn í OZ í flutningi 10. bekkjar Árskóla

Höfundur: Frank Baum

Sýningar í Bifröst sem hér segir:
Miðvikudagur 13. mars kl. 17:00 og 20 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00).
Fimmtudagur 14. mars kl. 17:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-17:00).
Föstudagur 15. mars kl. 17:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-17:00).
Laugardagur 16. mars kl. 14:00 og 16:30 (miðapantanir frá kl. 12:00-16:30).
Sunnudagur 17. mars kl. 14:00 og 16:30 (miðapantanir frá kl. 12:00-16:30).

Miðapantanir í síma 453-5216

Miðaverð:
5 ára og yngri kr. 500,-                        
Grunnskólanemendur kr. 1000,-
Fullorðnir kr. 1500,-

Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Allir eru hjartanlega velkomin á þessa skemmtilegu sýningu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga