Desember 2023 | ||||||
S | M | Þ | M | F | L | |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 1 | 2 |
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Fyrri | Núna | Næsti |


Holtavörðuh. | 00:00 | NNV 4 | -8°C |
Laxárdalsh. | 00:00 | A 5 | -7°C |
Vatnsskarð | 00:00 | A 2 | -5°C |
Þverárfjall | 00:00 | NA 6 | -4°C |
Kjalarnes | 00:09 | 0 | 0°C |
Hafnarfjall | 00:00 | NNA 2 | -5°C |


18. ágúst 2023 Okur, íslenska og illgresiJá komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi. ::Lesa |
Einu sinni hélt ég að ég gæti ekki bætt fleiri áhugamálum
við annars ágæta flóru áhugamála sem sinnt er þegar tími og tækifæri gefast.
Þegar það er gaman að hekla, sauma, prjóna, skrifa, synda og rækta kroppinn , lesa
góðar bækur, syngja, ganga á fjöll, ferðast, flokka og stússast í garðinum svo
eitthvað sé nefnt – og athugið að þetta er ekki endilega í réttri röð eftir
mikilvægi – þá hefði alveg verið hægt að ímynda sér að ekki væri endilega pláss
fyrir fleiri áhugamál, en viti menn, laumaðist þá ekki inn eitt nýtt. Að rækta
eitthvað til átu.
Í
mörg ár hefur fjölskyldan sett niður kartöflur ýmist í Stekkjarvík eða Selvík.
Það hefur verið sérlega ánægjulegt að eiga stundir á þessum fallegu stöðum,
bæði við að setja niður og svo að taka upp. Stundum hefur uppskeran verið alveg
frábær og fjölskyldan ekki náð að eta allt sem gafst, einnig hefur lítið komið
upp að hausti, en það hefur ekki staðið í vegi fyrir því að sett hafi verið
niður næsta vor.
Einhvern
veginn hefur þetta verið svo sjálfsagður hluti lífsins að þessi uppskera hefur
ekki „talist með“ þegar talað er um áhuga fyrir ræktun, en hingað til hefur frúnni
ekki fundist hún vera mikil ræktunarkona.
Líklega hefur samt eitt
leitt af öðru eftir að fjölskyldan keypti moltugerðartunnur í garðinn. Þangað
fer allur lífrænn úrgangur úr eldhúsinu og margt úr garðinum, þó ekki allt
grasið sem kemur við slátt bóndans, það förum við með í gám á
endurvinnslustöðinni. Við þessar einföldu aðgerðir var „allt í einu“ orðin til
mold sem hægt var að ráðstafa í garðinum. Gömlum sandkassa, sem hættur var að
hafa það hlutverk, var breytt í gróðurkassa. Þar er búið að gera ýmsar tilraunir,
reyna að rækta jarðarber, gulrætur, kál, rófur, blómkál og ég veit ekki hvað og
hvað. Stundum hefur tekist vel til en stundum hafa fuglar og önnur dýr notið
góðs af þessum tilraunum fjölskyldunnar.
Nýverið gerðist það að frúnni var gefin lítil planta,
belgbaun hafði verið sáð 8. mars síðast liðinn í tilefni af alþjóðadegi kvenna.
Planta þessi spratt svo af miklum móð, líkt og baunagrasið hans Jóa í
ævintýrinu góða. Þegar augljóst var að ef baunagrasið góða ætti að ná að
spretta meira þyrfti að færa jurtina í stærri pott, fannst frúnni þá tilvalið
að nota tækifærið og sá nokkrum fræjum af hinum ýmsu matjurtum, hún var nú einu
sinni að grautast eitthvað með mold og því ekki að gera eitthvað meira í
leiðinni. Spínat, blómkál, salat og gulrætur urðu fyrir valinu og nú eru alls
kyns grænir sprotar að gægjast upp úr litlum pottum og mjólkurfernum í
stofunni. Spínatið er þó eitthvað tregt til, ekkert bólar á lífi í þeim pottum,
líklega hefur frúin ekki farið nægilega grænum fingrum um þau fræ.
Nú bíður frúin hins vegar þess að komast í
gróðurkassann góða í garðinum, en eins og staðan er í dag þá er hann á kafi í
snjóskafli. Miðað við veðurfarið í dag og spána fyrir næstu daga þarf að frúin
að draga andann djúpt og finna þolinmæðina því allar líkur eru á að einhver bið
verði á því að skaflinn hverfi. Hún
verður því bara að halda áfram að dást að grænu sprotunum og sinna þeim eftir
bestu getu, svona inn á milli allra hinna áhugamálanna.
Góðar
og grænar stundir
Húsfrúin

02. apríl 2023 Sjö leiðir til að létta þér þrifin í vor og sumarNú er vorið komið og sumarið framundan og þá er ekki úr vegi að koma með nokkur góð húsræða. ::Lesa |

03. febrúar 2023 Á ferðalagiGuðmundur var að spjalla við Tóta, bróður sinn í Kaliforníu. ::Lesa |