Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Sunnudagur, 3. desember 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2023
SMÞMFL
262728293012
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:00 NNV 4 -8°C
Laxárdalsh. 00:00 A 5 -7°C
Vatnsskarð 00:00 A 2 -5°C
Þverárfjall 00:00 NA 6 -4°C
Kjalarnes 00:12 0 0°C
Hafnarfjall 00:00 NNA 2 -5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. nóvember 2023
62. þáttur. Eftir Jón Torfason
18. nóvember 2023
Ingi Heiðmar Jónsson
11. nóvember 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. nóvember 2023
Eftir Bjarna Jónsson
06. nóvember 2023
61. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. nóvember 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 08. febrúar 2016 - kl. 09:07
Stökuspjall - Rökkrið sveipaði rauðum tjöldum að ranni mínum

Á morgun verða 100 ár liðin frá fæðingu Jónasar frá Finnstungu. Hann var elsti sonur hjónanna í Tungu, þeirrar Guðrúnar og Tryggva og ólst þar upp með systkinum sínum þremur að tölu – við leik og störf undir hnjúknum yst í Blöndudalnum. Jónas afi þeirra fór stundum með systkinahópinn upp að Grásteini og sagði þeim söguna af karlinum í steininum:

Þá verða mér löngum ljóð á vör
og lauskveðnar hendingar
sem fæðast við störf mín í fjósi og hlöðu
fæðast og deyja þar.

Að fanga augnablikið og færa í ljóð var íþrótt Jónasar, hann leitar – líkt og fleiri – til minninga frá æskutíð þegar hann yrkir um aðfangadagskvöld:

Hve indælt það væri að vera barn
og vita ei af dagsins hörmum
en fagna jólunum fölskvalaust
í friðsælum móðurörmum.

Jónas samdi vísur, ljóð og lög. Hann tók við stjórn karlakórsins þegar eldri söngstjórarnir féllu frá eða fluttu úr dalnum og skilaði því hlutverki að sjö árum liðnum í hendur Jóns bróður síns, en í ljóðum sínum talaði hann við heiminn, víðfeðman og hröslulegan. Hann talaði við þá sem héldu að hann væri skáld:

Þið sögðuð ég ætti að yrkja ljóð
og ávaxta svo mitt pund.
Og mér var sjálfum í mun að reyna.
Það mistókst þó alla stund.

Mitt ljóð er augnabliks ævintýr
í einsemd hins þögla manns.
Það geymist í dag, en er gleymt á morgun
og grafið í vitund hans.

 „Þá bregður ljóma á veginn hver söngfleyg sál“ er ein myndanna sem spretta fram úr hugskoti Jónasar og einkenna afstöðu hans til vegferðar mannsins og tilvistar en síðar átti hann eftir að flytja einn og sjálfur úr dalnum sínum, út Langadalinn í nýreist hús sitt í byggðinni við Blönduós. Þessi atburður varð haustið 1959 og á Blönduósi bjó hann til æviloka 1983. Hús hans átti varð fjölsóttur staður í vaxandi bæ. Þar æfði hann söng með Lionsfélögum, kenndi söng í Barna- og unglingaskólanum og var organisti hjá staðarprestinum þegar hann fór  upp á Héraðshæli. Hjá honum leigðu unglingar í héraðinu sem gerðust skólaþegnar á Blönduósi og eins verkafólk sem vann tímabundið á staðnum. Leiguherbergin voru þó aðeins tvö á efri hæðinni en sveitungar Jónasar og aðrir héraðsbúar komu við á neðri hæðinni þar sem Jónas sinnti bólstrun og viðskiptum. Ekki má gleyma sómahjónunum, Imbu og Gúa, Ingibjörgu Jónsdóttur frá Akri og Guðmundi frá Sölvabakka, sem leigðu íbúðina hjá honum og höfðu húseigandann í fæði, áður en Jónas eignaðist sjálfur konu.

Á Blönduósi kynntist Jónas konuefni sínu, Þorbjörgu kennara Bergþórsdóttur frá Fljótstungu í Hvítársíðu. Hún var hæglát, einörð og vel menntuð – úrvalskona. Samrýmd urðu þau hjónin og samhent í margvíslegum störfum fyrir samtíð sína og framtíð.

Þorbjörg kenndi við barnaskólann og starfaði í kvenfélagi staðarins. Þar átti hún með félögum sínum góðan þátt í að opna augu samborgaranna fyrir fegurð bæjarins. Þær lögðu hönd að ræktunarstörfum og skógrækt. Berar klappir fengu gróður og Hrúteyjan hefur nú eignast sína brú. En Jónas þurfti sumt að sjá með annarra augum. Sjóndepra gerði vart við sig meðan hann var í föðurhúsum og ágerðist með árunum. Fyrstu árin á Blönduósi hafði hann stúlku í búðinni en þegar hann hætti að selja þar annað en eigin framleiðslu dugði honum aðstoð fólks í hlutastarfi, gjarnan húsmæðranna í nágrenninu sem unnu við bólstrun eða afgreiðslu. Þorbjörg, konan hans kom þar þó mest við sögu. Þau bjuggu saman um tuttugu ár, en hún lést 1981. Sveitungar hennar úr Borgfirði kynntust leiðinni út Húnabrautina, systkini Þorbjargar komu og tengdust þessu húsi og systkinabörn Þorbjargar áttu þar sumardvöl.

Jónas unni vorinu, samdi ungur lag við eigið vorljóð og einn af gestum hússins, Gestur söngstjóri og rafvirki frá Karlsá, gaf því byr undir vængi þegar hann söng lagið með karlakórnum heima í dalnum:

Þú vorgyðja ljúf á sólvængjum silfurbjörtum
ert svifinn í garð,svo vetrarins skuggi flýr.
Hún brennur nú enn í óþreyjufullum hjörtum

sú eilífa þrá, er seiðir hvert barn til þín.             

Hverfum um stund heim í dalina þar sem mannfagnaður var á hverju hausti frammi við Stafnsrétt og þangað fór Jónas meðan hann var fjárbóndi í Finnstungu og stundum síðar eftir að hann flutti út að ströndinni:

Þótt um sinn við þessa skál
þrjóti kynninguna,
við munum finna seinna í sál
seytla minninguna.

Þar fundust skáldbræður og burtfluttir sveitungar tóku sér far norðan af Akureyri eða úr borginni sunnan heiða. Með gleðibragði mærir skáldið Rósberg gamla sveitunga sína þegar hann hittir þá í réttinni:

Léttist þungur þanki minn
því skal sungið vinurinn
verð eg ungur annað sinn
er ég Tungubræður finn. 

Stökur Jónasar eru kyrrlátar, stundum nokkuð harmþrungnar, nokkrar hringhendar en oft myndríkar og hann skapaði líka ljóð handa samtíð sinni og eftirkomendum. Sjónin hvarf honum á unglingsárum og það mótaði lífsferil hans en myndirnar geymdust honum út ævina. Hann gat gripið til þeirra síðar á lífsleiðinni. Líklega hefði hann orðið fjármargur bóndi í Finnstungu eins og Jónas afi hans var en vegur hans lá inn að sæti iðnaðarmannsins, hann flutti með Jóni bróður sínum bónda og söngstjóra niður að Ártúnum, þar sem þeir byggðu hús sitt hátt og stórt og rúmt. Þau unnu við það öll fjölskyldan eins og byggingu Tunguhússins nokkrum árum fyrr. Tvær hæðir með tveimur íbúðum og þar hafði Jónas verkstæði sitt og lager, inn til hans settust sveitungar og öldungar eins og Sigurjón í Hólum og Ólafur Bjarnason frá Stafni. Sigurjón frændi hans, aldinn bóndi og ern var hjálparmaður Jónasar og negldi fyrir hann lok á kústa uns ungur frændi og handlaginn tók við hamrinum. Að Jónasi laðaðist ungur og aldinn. 

Hjörleifur Sigfússon, Marka-Leifi, var einnig tíður gestur á heimili Jónasar vestan skarðs. Honum reisti Jónas minnisverðan bautastein með ljóði sínu:

Marka-Leifi

Sólhvarfatíð og vetur úti og inni.
Illviðrahrinur krenkja stutta daga.
Áfreðargljáin allan byrgir haga.
Engin þess von, að frosti og hríðum linni.

Fetar sig veginn, einn í ótíðinni,
óskilatrippi milli byggða rekur.
Þunnklæddan mann á hjarni í spori hrekur
hnikar þó ei af leið á göngu sinni.

Liðin er tíð og framar fást ei svör
við farandgestsins spurn, hvort yrði hann fær um
ennþá einn dag að hitta á veðra hlé.

Aldrei um Vatnsskarð oftar beinir för
útigangsmaður, krýndur silfurhærum,
aleinn á ferð með óheimt vonarfé. 

Móðir Jónasar, Guðrún í Tungu, flutti niður að Ártúnum eftir að hún varð ekkja og þar var orðið fjölmennt í heimili. Samband mæðginanna var hlýtt og náið:

Ósnert gull frá æsku sinni
árin geta lengi heimt.
Endurskin af ástúð þinni
er í mínu ljóði geymt.

Vísuna lét Jónas rita á ljóðabókina sína, eintakið sem hann gaf móður sinni. En mörgum góðum félögum úr hópi sveitunganna mátti Jónas sjá á bak eins og víða gerist. Söngstjórarnir fyrstu, Eyvindarstaðabræðurnir Gísli og Þorsteinn, urðu hvorugur langlífir og Jónas orti fagran óð eftir Steina organista á Gili, sem lengur lifði, flutti til Blönduóss og varð þar sýsluskrifari, organisti og söngkennari við Kvennaskólann:

Við mættumst í söng, er morgunsins fyrsti þeyr
fór mjúklega um heimafjöll.
Og sveitin fékk annað yfirbragð þennan dag,
var orðin að tónahöll.

Í fámennri byggð um vetrarkvöld vökulöng      
er vorþránni stundum hætt.
Þá bregður ljóma á veginn hver söngfleyg sál,
er sver sig í dagsins ætt.

Það sýnir saga Jónasar, eða þau brot sem tínd verða fram í stuttu spjalli að góðir menn eignast hús að gefa öðrum með sér. Jónas stóð fyrir stofnun tónlistarfélags í héraðinu og var gjaldkeri og umsjónarmaður tónlistarskólans meðan honum entist aldur. Það var oft mikið og krefjandi starf. Einnig stóðu þau hjónin fyrir listviðburðum á staðnum, helst í nafni tónlistarfélagsins eða í samstarfi með kvenfélaginu. Þau eignuðust ekki börn en erfingjar þeirra hjónanna, eftirlifandi systkin frá Finnstungu og Fljótstungu, gáfu húseignina þeirra að Húnabraut 26 og nokkra fjármuni til Tónlistarfélagsins og skólinn hefur átt þar heimili síðan. Blindraiðjuna Björk nefndi Jónas fyrirtæki sitt og það nafn var stundum notað á húsið. Menningin og systir hennar menntaþráin höfðu átt traust athvarf í stofum þeirra hjónanna. Eftir þeirra dag starfaði Samkórinn Björk um árabil af heilmiklum krafti í húsinu og þangað koma heimakórarnir til að hita upp og fara yfir sálmana fyrir útfarir í Blönduóskirkju auk þess sem lúðrasveit skólans æfir í húsinu. Þar er gott úrval hljóðfæra handa nemendum Tónlistarskólans og þar hefur verið unnið mikið starf og gott. Í ljóðinu Dís næturinnar segir Jónas:

Þú vitjar mín enn á hvítum hesti
að húmsins borgum
og berð í fangi þér dýrustu djásn
af dagsins torgum.

Er rökkrið sveipaði rauðum tjöldum
að ranni mínum,
þú gafst mér eld hins ófædda ljóðs
í augum þínum.

Úr höfn undir haust heitir eitt ljóða Jónasar þar sem hann horfir yfir flaum tímans. Hann segir:

Ég ætlaði að sigla út í lönd
og eftir mér skipið beið,
en síðbúnir verða sumir að heiman.
Ég sá ei að tíminn leið.

Veistu þegar ég held á hafið
haustnóttin fylgir mér ein!
Skilurðu, hverju hverflynd báran
hvíslar að votum stein.

Meðan Jónas bjó í Ártúnum var venjulega bökuð afmæliskringla 8. eða 9. febrúar og slegið upp veislukaffi, fyrri daginn átti Guðrún Þóranna/Systa, bróðurdóttir Jónasar, afmæli en þann seinni Jónas sjálfur og afmælisdagar þeirra fylgjast enn að í hugum heimilismanna þeirra sem þá bjuggu þar á bænum. Nú fær þessi pistill inni á vefsíðu Húnahorns á fyrri deginum en á morgun hefði Jónas orðið tíræður.

Afmælisbarn dagsins, Guðrún Þóranna, skírði son sinn og frumburð nafni föðurbróður síns, hann heitir fullu nafni Jónas Víðir Guðmundsson og starfar sem kennari suður á Selfossi. Annar nafni og frændi óx upp fram í Blöndudalnum, Jónas Tryggvason frá Ártúnum og býr nú suður í Kópavogi þar sem hátt ber rétt eins og eldri nafnar hans bjuggu jafnan í Tungu.

Ljóð og vísur í þessu stökuspjalli eru eftir Jónas Tryggvason nema vísa Rósbergs um Tungubræður.

Ljóð Jónasar á Stikilsíðu: http://stikill.123.is/blog/2011/11/11/550654/

Jónasarljóð og vísur á Húnaflóa, kvæða- og vísnavef:http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=j0&ID=16936

Dís næturinnar: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4975&ut=1

Marka-Leifi: http://bragi.info/ljod.php?ID=4100

Úr dagbók Jónasar 1944 m. m.http://stikill.123.is/blog/2016/02/05/743826/

Eldra stökuspjall:
Túngarður í Tungunesi: http://www.huni.is/index.php?cid=12508
Pamfílar lukkunnar: http://www.huni.is/index.php?cid=12482

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið