Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 16. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 12:35 0 0°C
Laxárdalsh. 12:35 0 0°C
Vatnsskarð 12:35 0 0°C
Þverárfjall 12:35 0 0°C
Kjalarnes 12:35 0 0°C
Hafnarfjall 12:35 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Úr A-Hún.
Úr A-Hún.
Pistlar | 23. september 2016 - kl. 11:47
Stökuspjall: Yndi af sumarblíðu
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Ein öndvegisbóka í húnvetnskum fræðum eru skrif Erlendar Guðmundssonar frá Mörk á Laxárdal og lifandi eru myndirnar sem hann dregur upp: Af messuferð að Blöndudalshólum, annarri að Bólstaðarhlíð þar sem drengurinn fór að kjökra í hnakknum sínum, þegar foreldrarnir létu klárana kasta toppi á Blöndueyrunum utan við Æsustaði. Erlendur rifjar upp gestakomur að Mörk, einnig þegar ærnar þrjár vantaði og smalinn varð af kaupstaðarferðinni, og síðar ferð norður á Sauðárkrók þar sem hann sá fyrst konuefni sitt, sögur af gáfum Jóns bróður hans og hve hann sjálfur var latur að læra að lesa og nema kristindóminn, en ekki „alls ólíklegur til bókar mætti hann ráða hvað hann las." 

Erlendur segir frá eftirhermum og skemmtunum á Laxárdal:„Hagyrðingar skemmtu og með vísum sínum og kvæðum, en þeir voru álitnir auðnulitlir, eins og segir í vísunni: Að yrkja kvæði ólán bjó/eftir flestra sögu." Auk þess að lýsa húsum, búskap og afkomu fjölskyldunnar á Laxárdalnum, sýnir höfundur lesendum inn í hugarheim íslenska bóndans sem nauðugur flutti vestur um haf til að halda saman fjölskyldu sinni, en saknaði einlægt heimahaganna sem hann endurskapaði í ritum sínum og varð þannig veitandi sveitungum heima í Húnaþingi á 21. öldinni. Bókin hans heitir Heima og Heiman og þar er vísur að finna sem hafa ratað inn á Húnaflóa – vísnavef en sögusvið bókarinnar fær mest rými á Merkurárum þessarar samhentu fjölskyldunnar.

Í harðbýlum byggðum Laxárdals voru stakan og stemman í hávegum höfð eins Silfurplötur Iðunnar eru til marks um. Þar eru 200 stemmur skráðar og kveðnar. Til Árna gersemis, sem fæddur er á Mörk, er þar vitnað með þrjár fyrstu stemmurnar í bókinni og ýmsir fleiri Laxdælingar eiga þar stemmur. Frá Mánaskál er Torfi Sigurðsson og orti:

Laxárdal er lagt til meins
lögin élja stríðu
en hvergi finn ég annað eins
yndi af sumarblíðu.

Á Núpsöxl fæddist Guðríður B. Helgadóttir, bjó ung syðra við nám, störf og kvæðamennsku í Iðunni en síðan lengi í Blöndudal og tekur enn þátt í viðfangsefnum samtíðar sinnar. Vísan hennar heitir Á flugi:

Upp í bláan undrageim
örþots gnáin hnitar.
 – Eins og táin ullardreif
undir láin titrar.

Halldór Snæhólm bjó á Sneis. Hann kvað:

Eygló skyggnir skýjabök,
skapar nýjan þrótt í blómin.
Vorsins fugl með vængjatök
vefur hlýjan streng í róminn.

Höfuðskáld sveitar sinnar Rósberg G. Snædal, var fæddur í Kárahlíð en síðar fluttist fjölskyldan að Hvammi á Laxárdal. Hann málar fagra mynd við tjörn fyrir fermingarbörnin Fífil og Fjólu sem kyssast í Steinamó.

Sefgrænir bakkar, silfurgáruð tjörn,
sundfuglakvak og mosabrúnar skriður.
Valllendisgrundir, steinbyrgi og börn.
Búsmali í hlíðum, foss og lækjaniður.

Baldvin skáldi var vinnumaður bæði á Fjósum og í Þverárdal áður en hann hvarf til Vesturheims:
Daggar bletti blikar á.
Blómin létt í sporum.
Ánægð rétta arma þá
upp úr klettaskorum.

Vitnað er til:
Erl. Guðm. Um búhætti foreldra hans: http://stikill.123.is/blog/record/337776/
Wikipedia: https://is.wikipedia.org/wiki/Lax%C3%A1rdalur_fremri
Jónas Kristjánsson – bæjarröðin á Laxárdal: http://www.jonas.is/laxardalur/
Torfa frá Mánaskál: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=27742
Guðríðar í Austurhlíð: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=g0&ID=17505
Halldórs Snæhólm: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=13352
RGSnædal.: Í Tjarnarskarði: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=r0&ID=4067 
Baldvins Halldórssonar: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=8319

Eldra stökuspjall:
Sálarkufl úr sólskini: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068
Sál mín þyrst í ljóð og list: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13020
Að læra af þeim sem lífsins tónum náðu: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12975 
Undir penna sestur: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=12944
Vatn í læk og á http://www.huni.is/index.php?cid=12820
Öxlin gnæfir yfir Þingið: http://www.huni.is/index.php?cid=12707  
Svellar að skörum: http://www.huni.is/index.php?cid=12430

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið