Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 29. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 12:10 0 0°C
Laxárdalsh. 12:10 0 0°C
Vatnsskarð 12:10 0 0°C
Þverárfjall 12:10 0 0°C
Kjalarnes 12:10 0 0°C
Hafnarfjall 12:10 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Ljósmynd: Róbert Daníel
Ljósmynd: Róbert Daníel
Pistlar | 03. apríl 2017 - kl. 18:36
Stökuspjall: (Að vera) ókunnur gestur hvert sem komið er
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Höfundur Föðurtúna, Páll Kolka samdi þessar lýsingar af Húnaþingi fyrir miðja síðustu öld. Þá voru félagar hans í Sögufélaginu Húnvetningi farnir að gefa út Svipi og sagnir svo sögufélagsmenn höfðu ýmis járn í eldi í annríki þeirra ára. Páll Kolka samdi einnig ljóðið Húnabyggð, sem Guðmann Hjálmarsson smiður á Blönduósi samdi lag við og hefur orðið héraðssöngur austurhéraðsins. Tónskáldið Guðmann var einn  af níu stofnendum karlakórsins aldna, þar í dölunum og þar lágu rætur hans. Páll Kolka, höfundur ljóðsins, starfaði lengi með Húnvetningum sem héraðslæknir og varð þeim einnig farsæll og öflugur páll við skipulag og byggingu Héraðshælisins.

Páll orti stökuna:

Um sál vora deila Dul og Vil
hvern dag, við nautnir og störf.
Að krefja þær nornir um skuldaskil
er skáldinu eðlisþörf.

Sýslulýsingin hans, Föðurtún, hefur verið ljósrituð og er til sölu hjá Skjalasafninu á Blönduósi og Húnvetningum syðra. Föðurtún eru  full með fróðleik og myndir og ná vel yfir ríki Húna allt frá Vatnshlíð og Þverárfjalli vestur í Hrútafjörð. Þannig kveður Kolka um vorið og Kvennaskólann við Blönduós:

Ungra meyja vanga og vör
vorið prýðir skarlatsrósum,
skín í björtum brúnaljósum,
bregður ljóma á þeirra för.
Þó að vetur berji á bölum,
blindi skuggar sólarlags,
skína í Kvennaskólans sölum
skærir litir vors og dags.

Suður í Reykjavík hafa sýslungarnir komið saman í vetur, á miðvikudögum í Húnabúð, og buðu þangað fyrirlesurum til sex funda. Fyrir áramót birtust Sesselja Þórðardóttir kennari, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson nemi í sagnfræði og dr. Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur en fyrirlesarar í síðari fundaröðinni voru nokkru fleiri, sjá hér að neðan. Húnakórinn kom á síðasta fundinn hinn 15. mars og gladdi gesti fundarins með söng sínum, sum lögin nýsamin af kórfélögum en söngstjórinn gleymdi ekki að rifja upp meitluðan texta sr. Gunnars Árnasonar/Tónar í tómstundum þegar hann kynnti hin eldri lög og frændurna og söngstjórana frá Eyvindarstöðum.

Annar Húnvetningur, íslenskufræðingurinn Hermann Pálsson, skildi eftir sig fleira en fræðibækur og frumlegar kenningar þegar hann lést 2002. Ljóðabók Hermanns hét Atviksorð í þátíð og gefin út af Bókaútgáfunni á Hofi eins og fleiri góðar bækur af Gísla bróður hans. Hermann rabbar við ættjörðina sælu í ljóði sínu Kveðja:

Mér verður stundum staldrað við hjá þér,
þótt stöðugt færist ég í suðurátt
og norðrið taki að iðka annan hátt
en áður höfðu landar tamið sér.

Starfsvettvangur Hermanns varð úti í Háskólanum í Edinborg þar sem hann var prófessor í íslenskum fræðum svo hann gat trútt um talað er honum þóttu sveitungarnir breyttir eftir mannsaldur til viðbótar en færði honum sjálfum elliárin. Snjallorður er Hermann og myndvís í áðurnefndu ljóði, Kveðja:

Ég týndi mínu „heima“ í þessum heim
og hefi löngum síðan tamið mér
útlent tal með annarlegum hreim,
ókunnur gestur hvert sem komið er.

Á milli okkar sífellt breikkar bil,
því bernska mín í fjarska horfin er.
Um breiða ála, djúpan hafsins hyl,
minn hugur fer í kveld að leita að þér.

Fræðimaðurinn sneri sér frá Eddu- og Hávamálarannsóknum og varð sinn eiginn ritstjóri, fann sér farveg með stuðlum og rími og sneri sér að því huglæga og sínum innri manni.

Þrír rithöfundar hafa verið tilgreindir hér að ofan og er elstur þeirra læknirinn dugmikli er starfaði í heimabyggðinni, var nokkur einfari í Sögufélaginu en skilaði vænni skák þegar upp er staðið. Ungi presturinn, Gunnar Árnason, kom einn á haustskipi til Blönduóss 1925, skildi eftir sig fjölda af minningaræðum, sem geymdar eru norður á Skjalasafninu á Blönduósi, hann tók að sér formennsku í Sögufélaginu, við hlið þeirra Bjarna í Hólum og Magnúsar á Syðrahóli og skilaði miklu starfi með þessum félögum sínum og merku félagi sem endist okkur enn í dag. Bók Gunnars, Tóna í tómstundum, um 35 ára karlakór sveitunga sinna, samdi hann eftir að hann varð prestur syðra 1952. Nú er kórinn kominn á tíræðisaldur. Sr. Gunnar varð prestur í Kópavogi og Bústaðasókn sem mynduðu þá saman eitt prestakall – án kirkju. Ekki er alveg hægt að fríkenna prest af grallaraskap þegar hann rifjar upp daga sína á skólaárunum og vitnar í Káinn:

Það var á yngri árum
þá engin sorg var til
og flestir áttu ekkert
og allt gekk þeim í vil.

Sjálfur átti hann létt með rím og stuðla eins og sést af þessari hringhendu heilræðavísu hans:

Illu að sletta á ei til manns
og um það frétt að bera.
Þú átt að létta lundu hans
– og leiðina slétta gera.

Yngstur rithöfundanna í spjallinu í dag er Hermann Pálsson frá Sauðanesi, sem tók kandidatsnám sitt á aðeins 4 árum, fór til Írlands að nema keltnesku og varð síðan prófessor í íslensku við Háskólann í Edinborg. Hann var brautryðjandi að upplagi, hann skoðar og birtir forn ljóð norræn og þýðir keltnesk í bók sinni Söngvar frá Suðureyjum. Kannski fékk Hermann grun um skáldið í sér þegar hann dvaldi í Ljóðhúsum á Suðureyjum og freistaði þess að snara keltneskum eða galískum ljóðum á norræna tungu. Þar rímar hann sjaldan en stuðlar nokkuð. En lokavers bókarinnar hefur bæði stuðla og rím:

Við brottför þína brugðu fjöllin lit
og blámi himins varð að mistri gráu
en ilmur hvarf að grænni smáragrund
því aldrei framar fer ég þín á vit
í fremsta hvamminn, þar sem blómin smáu
þoldu önn við okkar fyrsta fund.

En hverfum rétt í lokin til samtímans: Að samstarf glæði atorku eru ekki mikil tíðindi, síst fyrir Húnvetninga sem áttu sér félög allt frá Lestrarfélagi Blöndælinga árið 1846, en spjallritarinn vill gjarnan og glaður upplýsa hvernig upplestur Eiríks söngstjóra Húnakórsins á meitluðum mannlýsingum úr söguritinu Tónar í tómstundum í fyrravetur varð honum hvatning til að rifja upp þá ritsmíð – og fleiri – frá hendi sóknarprestsins góða sem haslaði sér völl á Æsustöðum innst í Langadal. Þar lá vegur um hlað og vinatengsl kviknaðu skjótlega við granna og sveitunga. Samkoman var sunnud. 14. febrúar en 100. afmælisdagur Jónasar 9. sama mánaðar.

Til minnis – Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund sinn í Eyvindarstofu v/þjóðveg 1 Blönduósi lau. 22. apríl kl. 14. Nánar auglýst er nær dregur!

Vísað er til:
Mannlýsingar, ætta og bæja eftir sr. Gunnar Árnason: http://stikill.123.is/blog/2017/03/31/763053/
Ljóð og vísur P. V. G. Kolka: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=15881
Mannlýsingar og aðrar lýsingar úr Föðurtúnum: http://stikill.123.is/blog/2017/03/31/763042/
Hermann Pálsson/Kveðja: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5058
Hermann Pálsson í Wikipedíu: https://is.wikipedia.org/wiki/Hermann_P%C3%A1lsson
HP: Finnugaldur og Hriflunga: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/298319/ ´
Minningagreinar um Hermann: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/693912/
Fundaröð í Húnabúð: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=13553 
Stikill 4 og Safnritið: Hugurinn flýgur víða, þættir sextán fyrrverandi sóknarpresta Rv. 1972
Þeir urðu vinir á vondu ferðalagi: http://www.huni.is/index.php?cid=12589 

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið