Pistlar | 04. ágúst 2017 - kl. 09:12
Þakkir til vinnuskólans á Blönduósi
Eftir Valgarð Hilmarsson

Eins og ég vona að flestir Blönduósingar hafi tekið eftir hefur verið til fyrirmyndar umhirða opinna svæða hér í bænum í sumar þar með talið sláttur og umhirða gróðurreita.

Einnig hafa flest allir íbúar verið duglegir að hirða lóðir sínar. Heildar yfirbragð bæjarins er mjög fallegt og er hann til fyrirmyndar í umhverfislegu tilliti.

Það ber að þakka það sem vel er gert ég vil þakka vinnuskólanum, bæði stjórnendum hans og ungmennunum sem hafa unnið hjá vinnuskólanum í sumar fyrir sérlega góða vinnu einnig þeim sem séð hafa um slátt á opnum svæðum og  íbúum sem lagt hafa sig fram í fegrunar og umhverfismálum.

Blönduós er fallegur bær og ber að hafa hann eins vel útlítandi og hægt er fallegt umhverfi kalla á jákvætt viðhorf.

Áfram Blönduós!

Takk fyrir.

Valgarður

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga