Fyrri mynd
NŠsta mynd
...
H˙nahorni­
Open Menu Close Menu
H˙nahorni­
Miðvikudagur, 20. júní 2018
NNV  4 m/s
8░C
Landbankinn
huni.is - RSS-efnisveita
 
┴ d÷finni
J˙nÝ 2018
SMŮMFFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
FyrriN˙naNŠsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 12:00 NNV 4  8░C
Reykir í Hr 13:00 N 5  11░C
Reykjavík 13:00 NV 5  10░C
Akureyri - 13:00 NNV 4  10░C
Egilsstaðaf 13:00 N 4  12░C
Haugur 13:00 NNV 3  12░C
Holtavörðuh 12:00 N 4  8░C
Þverárfjall 12:00 NNA 3  8░C
Laxárdalshe 12:00 NA 2  9░C
Vegagerðin
Holtav÷r­uh. 13:00 N 4 9░C
Laxßrdalsh. 12:50 N 3 11░C
Vatnsskar­ 12:50 V 5 9░C
Ůverßrfjall 13:00 NNA 2 10░C
Kjalarnes 13:00 VNV 6 11░C
Hafnarfjall 13:00 VSV 5 11░C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. júní 2018
Mikið um að vera á Blönduósi
Það er komið sumar, eða er það ekki annars? Oft hefur maður upplifað sólríkari daga en á þessu vori, en við skulum ekki örvænta, sumarið ný byrjað og auðvitað á það eftir að verða frábært. Við kláruðum sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí og sumir eflaust kátari en aðrir eins og gengur. Nú bíðum við spennt eftir að sjá hvern við fáum sem bæjarstjóra.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita Ý netfangaskrß
 
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson
12. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
10. júní 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. júní 2018
Eftir Guðmund Hauk Jakobsson
26. maí 2018
Eftir Önnu Margreti Sigurðardóttur
25. maí 2018
Eftir Birnu Ágústsdóttur
25. maí 2018
Eftir Arnrúnu Báru og Söru Lind
25. maí 2018
Eftir Agnar Loga Eiríksson
25. maí 2018
N 65░ 39' 32.04" V 20░ 16' 55.2"
Pistlar | 18. maí 2018 - kl. 18:52
Heilagur andi
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Hvernig er það, trúir þú á tilvist engla? Eða hefur þú annars heyrt af heilögum anda Guðs?

Líkt og með vindinn þá veistu ekki hvaðan hann kemur né hvert hann fer en þú veist af honum og finnur fyrir honum. Mis sterkt. En hann er þarna. Stundum sem svalur andblær eða ferskur gustur en líka sem vermandi bjarmi af geisla.

Eins er með heilagan anda hann hvíslar að okkur og minnir okkur á. Hann birtist í náttúrunni, í kirkjunni og jarðneskum englum sem leiddir eru í veg fyrir okkur í fjölbreyttum aðstæðum lífsins til að líkna og lækna, hugga, styðja og styrkja. En einnig til að hjálpa okkur að hafa áhrif til góðs í samfélaginu og á meðal þeirra sem á vegi okkar verða á ævinnar göngu.

Frelsarinn okkar, Jesús Kristur hét því að skilja okkur ekki eftir munaðarlaus heldur senda okkur sinn heilaga anda til að hjálpa okkur að takast á við verkefni og torfærur daganna og til styðja okkur og styrkja í gegnum áföll og sorgir. Til að hjálpa okkur að brosa í gegnum tárin og jafnvel að sjá með einhverjum ófyrirséðum hætti til sólar á ný og njóta lífsins, þótt ekkert verði kannski eins og áður var.

Lífsins englar

Þegar ég greindist með krabbamein fyrir tæplega fimm árum sem eftir heldur erfiðan og óskemmtilegan uppskurð sem skilaði ekki tilætluðum árangri og síðan langri og strangri geislameðferð sem skilaði nákvæmlega engum árangri voru mínar helstu áhyggjur þær og vonbrigði að ég ætti hugsanlega ekki eftir að vera viðstaddur brúðkaup sona minna eða hvað þá að upplifa það að verða afi.

Til að gera langa sögu stutta get ég upplýst það að ég hef nú þegar fengið að vera viðstaddur brúðkaup tveggja sona minna af þremur og á nú þegar tvær litlar afastelpur. Lífsins engla sem mér voru sendir á erfiðum tíma.

Sú eldri fæddist á hvítasunnudag 2015. Fékk ég símtal þess efnis fáeinum augnablikum eftir að ég hafði stigið niður úr prédikunarstól Grafarvogskirkju þar sem ég hafði verið beðinn um að flytja hátíðarprédikun. En þar sagði ég meðal annars frá undursamlegri bænheyrslu sem ég hafði upplifað á göngu minni í baráttu við hinn óboðna gest sem krabbameinið svo sannarlega er.

Engillinn sú hefur blessað afa sinn meira en orð fá lýst og útvíkkað alla hamingju, kærleiks- og þakklætisstuðla sem ég gat ekki ímyndað mér að hægt væri að gera og sá svo sannarlega alls ekki fyrir.

Til gamans og undrunar má geta þess að á hvítasunnudag í fyrra sem bar reyndar ekki upp á afmælisdaginn hennar fórum við hjónin í ísbíltúr með hana ásamt tengdadóttur okkar til Hafnarfjarðar. Þegar við stígum út úr bílnum tökum við eftir fjórum dúfum sitjandi á þakkanti hornhússins hinumegin Strandgötunnar. Þar af voru tvær þeirra hvítar. Önnur hvíta dúfan tekur þá á loft og flýgur í áttina til okkar, flögrar í hring yfir okkur áður en hún sest síðan aftur á þakkantinn hjá hinum dúfunum.

Ég gat ekki annað en túlkað þessa upplifun öðru vísi en svo að þarna væri Guðs heilagi andi á sjálfan hvítasunnudag að minna mig á barnið sem kom sem himnasending inn í líf mitt tveimur árum áður. En eins og kunnugt er dúfan tákn heilags anda í Biblíunni.

Annar lífsins engillinn minn, sem ekki er nú síðri blessun, kom svo inn í líf mitt um níu mánuðum síðar eða í lok febrúar 2016.

Í ágúst í fyrra vorum við stödd í Vatnaskógi þar sem ég starfaði part úr einum sextán sumrum hér á árum áður. Að sjálfsögðu komum við við í kapellunni góðu þar sem þúsundir hafa upplifað svo sterkt nærveru heilags anda í gegnum tíðina. Dró sú stutta ritningarorð úr þar til gerðri öskju sem  finna má á altari kapellunnar og rétti mér. Orðin höfðu mikil áhrif á mig og geymdi ég þau í hjarta mér. Þessi litli dásamlegi engill, en engill þýðir sendiboði, hefur fjórum sinnum síðan þá, komist í svipaðar öskjur á sitt hvorum staðnum á heimili okkar hjóna. Hún annað hvort dregur miða úr öskjunum og færir okkur eða hellir úr öskjunum á gólfið og kemur svo trítlandi með miða og færir mér, ávallt í votta viðurvist.

Alltaf skal hún færa mér miða með sömu orðunum sem skráð eru í Jesaja 41:10: "Óttast þú ekki, því að ég er með þér. Vertu ekki hræddur, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með sigrandi hendi minni."

Já, dýrð sé Guði skapara okkar og frelsara og hans heilaga góða anda sem huggar, lífgar og styrkir um aldir og að eilífu.

Blessanir má nefnilega upplifa daglega við ólíklegustu tækifæri, jafnvel í niðurlægjandi vonbrigðum við allt að því óásættanlegar aðstæður.

Látum eftir okkur að taka eftir blessununum í lífi okkar og njóta þeirra frá degi til dags. Í stað þess að vera sífellt að bíða eftir þeim.

Guð gefi okkur öllum gleðilega hvítasunnu.

Með kærleiks- og friðarkveðju.

Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

H÷f. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
13. desember 2017
#MeToo
Umræðan um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo byltingarinnar er mikið fagnaðarefni. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á aldrei að líða. Með byltingunni er þögnin rofin, sem er gott og karlar kallaðir til ábyrgðar. Sögurnar fjalla allar um slæm eða óeðlileg samskipti.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 H˙nahorni­