Pistlar | 16. febrúar 2019 - kl. 18:42
Fjögur ár
Eftir Rúnar Þór Njálsson

Í 4 ár hef ég unnið hörðum höndum með aðeins eitt markmið, að láta minn helsta draum rætast, að ferðast alla leið til Nýja-Sjálands. Ég hef gert allt sem ég get til að hann rætist og gangi eins snuðrulaust fyrir sig og hægt er. Ég hef komið mér á framfæri, skrifað greinar og pósta um þetta, farið í viðtöl í blöðum og sjónvarpi, sent heilan helling tölvupósta á fyrirtæki þessa lands og gert margt til að fjármagna þetta eins og að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.

Meðfram þessu öllu saman hef ég einnig lagt gífurlega mikla vinnu í sjálfan mig. Tekið mig í gegn líkamlega og farið úr 100 kg í 64 kg og hef aldrei verið í betra líkamlegu ástandi. Allt er þetta gert til þess að undirbúa mig fyrir draumaferðina og ég læt ekkert stoppa mig í að ná þessu, ég mun skríða upp þessa hóla og fjöll ef þess þarf https://static.xx.fbcdn.net/images/emoji.php/v9/ta5/1.5/16/1f642.png.

Loksins... Eftir 4 erfið ár er komið að þessu. Það er minna en 2 mánuðir þangað til! Flogið verður út 29. mars og herlegheitin byrja svo 1. apríl.

Ég vildi bara leyfa ykkur að fylgjast með og fá yfirsýn yfir þetta allt saman. Þetta hefur verið löng og erfið leið. Söfnunin er enn í gangi og getið þið aðstoðað með að leggja inn á mig beint eða inn á fjáröflunarsíðuna. Einnig getið þið aðstoðað með því að deila þessu áfram https://static.xx.fbcdn.net/images/emoji.php/v9/ta5/1.5/16/1f642.png.

Hver einasta króna á lokasprettinum skiptir máli.

Að lokum langar mig að færa ykkur mínar bestu þakkir, þið sem hafið stutt mig á einn eða annan hátt eruð frábær!

Reikningsnúmer: 0307-26-9119
Kt.: 2611912619

Fjáröflunarsíðan mín:
https://www.gofundme.com/2dj937ms

http://www.visir.is/…/runar-thor-dreymir-um-lord-of-the-rin…

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga