Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 28. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:43 0 0°C
Laxárdalsh. 13:43 0 0°C
Vatnsskarð 13:43 0 0°C
Þverárfjall 13:43 0 0°C
Kjalarnes 13:43 0 0°C
Hafnarfjall 13:43 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Háuklettar í Kálfshamarsvík. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Háuklettar í Kálfshamarsvík. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Pistlar | 01. júlí 2019 - kl. 07:38
Stökuspjall: Kalt er við kórbak
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga

söng Sveinbjörn Egilsson við börn sín suður á Eyvindarstöðum á Álftanesi en örlögin sendu honum eins og okkur hinum hann Jón Árnason, prestson norðan frá Hofi á Skaga, sem hóf nám í Bessastaðaskóla, eftir tvo vetur í verinu og undirbúning hjá sr. Ásmundi í Odda.
Okkur þykir stundum sem Sveinbirni hafi verið lítt launað brautryðjendastarf á akri tungu og þjóðmenningar þegar hann stóð andspænis pereatinu 1850. Nemendur hrópuðu niður rektor sinn með því að ganga milli húsa í Reykjavík en yfirvöld í Kaupmannahöfn stóðu við bak Sveinbjarnar.

Hann átti að vísu aðeins hálft þriðja ár ólifað þegar þessir atburðir gerðust. En þjóðsagnasöfnun þeirra Jóns og sr. Magnúsar Grímssonar fór að koma í ljós þegar leið á sjötta áratuginn og hefur verið fræðimönnum viðfangsefni æ síðan. Í Húnavöku 2019, ársriti USAH, er skemmtileg grein um þjóðsagnasafnarann og bókavörðinn eftir sveitunga Jóns, sagnfræðinginn Kristján Sveinsson.

Annar Húnvetningur, Sigurður Nordal prófessor, gaf út fyrir rúmum 60 árum Sagnakver Skúla Gíslasonar, skreytt myndum  Halldórs Péturssonar og með fróðlegum og skemmtilegum formála.

Höfundurinn, Sigurður prófessor, ólst upp á Eyjólfsstöðum og segir að þjóðsögurnar hafi ekki verið til þar í Vatnsdal nema í slitrum þrjátíu árum eftir útkomu þeirra. Á því sást hvað eftirsóttar þær voru til lestrar, en honum sjálfum, þá átta ára dreng, varð það til láns að borgfirskur vinnumaður flutti í sveitina með bækur í tveimur koffortum, þ.á. m. þjóðsögurnar og hafði borgað fyrir þær 30 krónur. Það var fullur fjórðungur af árskaupi hans.

Áðurnefndur Skúli Gíslason var prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en útgefandinn Sig. Nordal, rekur nokkuð uppvöxt hans í Vatnsdalnum þangað sem móðir hans flutti með hann eftir hjónaskilnað. Sérstaklega eru Brúsastaðir nefndir til sögunnar þar sem helsti sögumaður Skúla, próventukarlinn Páll Ólafsson átti síðustu æviár sín hjá Steingrími prestssyni frá Undirfelli.

Í Sagnakverinu er fjöldi sagna, s.s. Galdra-Loftur, Leirulækjar-Fúsi, Séra Hálfdán í Felli, Séra Eiríkur í Vogsósum, Bíddu hérna, Garún, Garún, Móðir mín í kví, kví, Vígð Drangey, Átján barna faðir í álfheimum, Kirkjusmiðurinn á Reyni og Gissur á Lækjarbotnum.

Fjöldi vísna felst í þjóðsögunum, kirkjusmiðurinn hét Finnur eins og segir í vísunni:

Senn kemur hann Finnur
faðir þinn frá Reyn
með þinn litla leiksvein.

Í einum kafla Sagnakversins eru draumsögur sem vísur fylgja.

Gamall vinur, dauður og grafinn, kom til brúðgumans í draumi og kvað:

Helltu út úr einum kút
ofan í gröf mér búna
beinin mín í brennivín
bráðlega langar núna.

Jón hrak sem grafinn var út og suður kom til prestsins í draumi og kvað:

Kalt er við kórbak
hvílir þar Jón hrak.
Allir snúa austur og vestur
ýtar nema Jón hrak.
Kalt er við kórbak.

Skáldið Stephan G. Stephansson gerði af þessari litlu vísu merkilegt kvæði sem átt hefur leið í sýnisbækur og margur fengið dálæti á. Upphaf þess ljóðs er:

Kirkjubækur þar um þegja –
þó er fyrst af Jóni að segja,
hann skaust inn í ættir landsins
utanveltu hjónabandsins.
Fyrir þá sök ekkert erfði hann,
uppeldinu fyrirgerði hann,
sem varð byrði bundin valdi
byggð hans, sem hún eftir taldi.

Laugardaginn 17. ágúst verður nokkuð um dýrðir á Skagströnd, í bæ og sveit, en þá verður 200. afmælisdagur Jóns þjóðsagnasafnara frá Hofi.

Tökum daginn frá, vefgestir góðir.

Meira efni tengt Jóni Árnasyni og ljóð af Jóni hrak:
Römm er sú taug er rekka dregur: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=15326
Eg var oftast að lesa: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=15105
Sálarkufl úr sólskini: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068  
Jón hrak: http://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=3154   

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið