Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Mánudagur, 15. júlí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júlí 2024
SMÞMFL
30123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 07:55 0 0°C
Laxárdalsh. 07:55 0 0°C
Vatnsskarð 07:55 0 0°C
Þverárfjall 07:55 0 0°C
Kjalarnes 07:55 0 0°C
Hafnarfjall 07:55 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
28. júní 2024
Verum upplýsandi
Ég er sólginn í að lesa alls konar fundargerðir, t.d. frá sveitarstjórnum, nefndum og ráðum. Í þeim má finna margt áhugavert og annað minna áhugavert.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Eyjólf Ármannsson
08. júlí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júlí 2024
77. þáttur. Eftir Jón Torfason
01. júlí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. júní 2024
76. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. júní 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Ljósm: Sr. Ágúst Sigurðsson
Ljósm: Sr. Ágúst Sigurðsson
Pistlar | 02. ágúst 2020 - kl. 09:00
Stökuspjall: Jón Þorláksson á Bægisá
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Ekki eru allir prestar skáld en margir þeirra sinna fleiri ritstörfum en að semja ræðu fyrir næsta sunnudag. Einn sá snjallasti - í skáldaröð - var Bæsár-Jón, sveitungi Jónasar Hallgrímssonar og sr. Ágústs Sigurðssonar á Mælifelli/Prestbakka.

Jón Þorláksson á Bægisá var fæddur 1744, Jónas 1807, sr. Ágúst á fyrri hluta síðustu aldar en faðir hans, Sigurður vígslubiskup á Möðruvöllum, hafði safnað efni til ævisögu Jóns en Jón forseti Sigurðsson gaf út ljóðmæli nafna síns í tveim bindum 1842 og 3 auk ágrips af ævisögu hans. Enn er ónefndur af ævisöguriturum þjóðskáldsins dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður, afkomandi skáldsins, fjórði ættliður frá skáldinu Jóni og hefur kannað rækilegast æviferil og störf nafna síns.

Jón Þorláksson varð frægur af þýðingum sínum en sömuleiðis af léttfleygum vísum um hversdagslega viðburði, sumum þó nokkuð groddalegum eins og sjá má í ljóðmælum hans.  Látum þær liggja en gluggum í Afmælisdaga Guðm. Finnbogasonar frá 1906:

Margur rakki að mána gó
mest þegar skein í heiði
en ég sá hann aldrei þó
aftra sínu skeiði JÞ

Þessi vísa er bundin 13. des., afmælisdegi skáldsins og Tryggva í Ártúnum og vegna þess síðarnefnda fór ég, krakkinn, að velta efni vísunnar fyrir mér, grallaralegri nokkuð, kenndi manni áður óþekkt samheiti, rakki, flóknari orð eins og skeið, heiði, aftra og gó, hvers konar orðmynd sem það var. Já það er ótrúlegt hvað mörg djásn felast í einni vísu og kalla óðara á nýjar tengingar í huga lesandans.

Jón orti um skepnur, ferðalög, hættulegar fjallaleiðir og kímileg atvik eins og auglýsinguna þegar einn sóknarmaður hans las upp lýsingu á graðfola í kirkjudyrum eftir messu á boðunardegi Maríu:

Hver las? Hirðir mera.
Hvað? Um fola graðan.
Hvar? Í helgum dyrum.
Hvenær? Á dag boðunar.

Um horfna hryssu orti Jón:

Hryssutjón ei hrellir oss
hress er eg þó dræpist ess
missa gjörði margur hross
messað get eg vegna þess.

Jón prestur sendi Magnúsi prófasti Erlendssonar reiðhest sinn til eldis vegna heyleysis og skrifaði vísu utan á bréfið til prófasts:

Fylgja pistlinum fjórir hófar
festir neðan í móskjótt roð
hvar í beinskröpur, mjög svo mjóar
mynda þvílíkt sem reiðargnoð
hafandi fyrir stýri stert
stíft á hverjum er hár um þvert.

Í alþingisreið frá Leirá lá hryssa í keldu á Botnsheiði, hét Tunna hryssan og héldu brjóstgjörð og afturgjörð en öll önnur bönd brustu. Þá kvað Jón:

Tunnan valt og úr henni allt
ofan í djúpa keldu
skulfu lönd en brustu bönd
botngjarðirnar héldu.

Á ferð um Hjaltadalsheiði kvað Jón:

Hjaltadals er heiði níð
hlaðin með ótal lýti
fjandinn hefur á fyrri tíð
flutt sig þaðan í víti.

Þegar Jón var amtsmannsskrifari á Leirá, orti hann vísu í hrakviðri við votaband:

Þó hann rigni, þó eg digni
og þó hann lygni aldrei aldrei meir:
Skal eg þó lulla, draga´ og dulla
og dríta fullan skítaleir.

Með þessum þekktu hendingum er komið allnærri groddaversum þjóðskáldsins góða, sem lífið brosti ungum við, var í þjónustu fyrirmanna, svo prestur í Saurbæjarþingum í Dölum, síðar örstutt á Stað í Grunnavík en glataði embættum vegna barneigna, fékk síðar uppreisn en mátti þó ekki þjóna í Skálholtsbiskupsdæmi.

Bægisárprestakall í Eyjafirði fékk sr. Jón 1784 og þjónaði þar til dauðadags 1819. En kona hans vildi ekki yfirgefa hlýju Breiðafjarðar og fara norður með honum á þessum köldu árum svo Jón bjó nyrðra með ráðskonu á þessu síðasta og kunnasta æviskeiði sínu. Hann þýddi m.a. Paradísarmissi úr dönsku eftir John Milton. Jón forseti segir í ævisögu sinni um Jón Þorláksson:

Fljótt varð sr. Jóni til vina þegar hann kom norður og urðu þeir honum miklir aðstoðarmenn: Stefán amtmaður Þórarinsson, Magnús prófastur Erlendsson, Þorlákur bóndi Hallgrímsson á Skriðu og Einar Hjaltesteð á Akureyri; má sjá á kvæðum til þeirra, að þeir hafa gefið honum og styrkt hann á allan hátt - og þó óbeðnir, því aldrei kvartaði hann hversu bágt sem hann átti og ætti hann nokkuð var það öðrum eins heimilt og honum sjálfum. Þeir bræður, Halldór og Páll Hjálmarssynir, voru honum og drjúgir aðstoðarmenn og Halldóri átti hann fyrst að þakka frægð þá sem hann vann sér með útleggingu Paradísarmissis. 29. sept. 1791 skrifaði Halldór Lærdómslistafélaginu að hann hafi eignast árið áður danska útleggingu Miltons Paradísarmissis og léð hana góðu skáldi og gáfumanni kunnugum sér;“ Leiddu þessar bréfaskriftir til útgáfu á þýðingunni, þó lítt breyttust örðugir hagir skáldsins.

Í ævisögu Jóns Þorlákssonar eftir sr. Sigurðar vígslubiskups á Möðruvöllum segir:Á heitum og fögrum síðsumardegi árið 1924 fór fram látlaus en áhrifamikil og hátíðleg athöfn í kirkjugarðinum á Bægisá. Norðanvert út af litlu kirkjunnar var verið að afhjúpa nýjan legstein á leiði þjóðskáldsins.. Nokkrir niðjar síra Jóns höfðu efnt til þessa varða af miklum myndarskap og hafði dr. Jón Þorkelsson þar alla forgöngu og forsögn.

Þáverandi sóknarprestur „til Bægisár og Bakka og hinn síðasti í þeirri löngu prestaröð, síra Theódór Jónsson, minntist fallega síns fræga forvera og „vígði“ steininn á moldum hans.

Þennan sterklega grásteinsvarða á gröf síra Jóns ber enn hátt eins og minningu hans. Haglega gerð, margstrengjuð harpa er höggvin í steininn, en þar neðan við má lesa þessa áletrun:

Jón Þorláksson, skáld, prestur á Bægisá í full 30 ár.“

Sr. Theódór - síðasti prestur á Bægisá - er sonur Auðkúluprests, Jón Þórðarsonar og ömmubróðir Hólmfríðar Kolbrúnar frá Æsustöðum, sem skrifað nýlega sögu ættmenna sinna og sína eigin, Hjá grassins rót.

Í sálmabókinni á Jón sálm, nr. 486:

1.
Sjá nú er liðin sumartíð
hverrar ljómi, blíðu blómi
hruman áður hressti lýð.

3.
Óðfluga á tímans vagni vær
öllum stundum áfram skundum
enginn honum aftrað fær.

4.
Þannig smám saman líður leið
bát siglandi ber að landi
bára hver sem yfir skreið.

6.
Misseraskipti þessi því
öðrum nær oss æðri færa
þá tíminn breytist eilífð í.

11.
Þökkum og ljúfri þiggjum önd
gáfur þær oss gjörði færa
sumarið frá Herrans hönd.

Meira efni tengt sr. Jóni Þorlákssyni:

Bragi óðfræðivefur/Jón Þorláksson: https://bragi.mmagnusson.net/hofundur.php?ID=4
Wikipedia segir um JÞ: https://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3n_%C3%9Eorl%C3%A1ksson_%C3%A1_B%C3%A6gis%C3%A1
Eyþór Rafn: Mbl.grein um skáldið: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/347176/
Sr. Sólveig Lára Hólabiskup/Bægisárkirkja: https://www.horgarsveit.is/is/frodleikur/kirkjur/baegisarkirkja


Ingi Heiðmar Jónsson

 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið