Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 29. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 07:19 0 0°C
Laxárdalsh. 07:19 0 0°C
Vatnsskarð 07:19 0 0°C
Þverárfjall 07:19 0 0°C
Kjalarnes 07:19 0 0°C
Hafnarfjall 07:19 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 25. september 2020 - kl. 13:08
Takk, Guð, fyrir Jesú
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Náð Guðs og friður sé með okkur öllum í dag og alla daga.

"Guð er andi, og þeir sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika." (Jóhannesarguðspjall 4:24)

"Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu en myrkrið tók ekki á móti því.

Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinar en hans eigið fólk tók ekki við honum. En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.
Og orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum." (Úr 1. kafla Jóhannesarguðspjalls)
"Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf." (Jóhannesarguðspjall 3:16)

Bæn

Takk Guð fyrir kærleika þinn. Takk fyrir að senda okkur son þinn Jesú Krist til að minna okkur á hver þú ert og hver hann er, hver við erum, hvaðan andi þinn kemur. Andi sköpunar og lífs. Andi náðar og miskunnar. Andi kærleika, fyrirgefningar og friðar.

Hjálpaðu okkur að sjá okkur og hvert annað já og náttúruna alla með þínum augum.

Takk fyrir að vitja okkar og takk fyrir að elska okkur alltaf skilyrðislaust. Viltu minna okkur á þig í öllum aðstæðum. Og takk Jesús fyrir að taka á þig vanrækslu okkar og syndir og deyja í okkar stað og rísa svo upp frá dauðum og tileinka okkur sigurinn og gefa okkur líf með þér um eilífð. Já, öllum þeim sem þiggja vilja.

Takk, Guð,  fyrir Maríu móður Jesú og Jósef sem var þinn staðgengill í föðurhlutverkinu hér á jörð og ól hann upp. Blessaðu minningu þeirra og hjálpaðu okkur að halda henni einnig á lofti. Og eins minningu allra þinna trúu vina fyrr og síðar sem jafnvel hafa látið líf sitt vegna trúar sinnar á þig af því að heimurinn hefur alltaf hafnað kærleika þínum.

Blessaðu einnig minningu Maríu Magdalenu. Það var jú hún sem kom að hinni tómu gröf og mætti þér upprisnum frá dauðum og flutti síðan lærisveinunum tíðindin góðu svo heimsbyggðin hefur aldrei orðið söm.

Blessaðu einnig öll þau sem líða og þjást, eru sjúk eða syrgja og sakna. Öll þau sem hallað er á með einhverjum hætti og fá ekki að lifa í friði eða við sem eðlilegastar aðstæður.

Blessuðu einnig okkar viðkvæmustu hópa. Þau sem eru langveik eða með undirliggjandi sjúkdóma sem hamla daglegri getu og eiga því jafnvel oft erfitt með að framfleyta sér og sínum og verða því að treysta á aðstoð ríkis eða sveitarfélaga eða vina og vandamanna.

Já, takk Jesús, þú sem ert ljós heimsins og ert vegurinn, sannleikurinn og lífið sjálft, fyrir lífið og vonina, friðinn og frelsið sem felst í og fylgir þér.

Við felum okkur þér á vald og biðjum um þinn vilja, eilífi Guð. Miskunna þú okkur börnum þínum sem þú elskar út af lífinu. Lífinu sem er svo fallegt og dýrmætt, gott og blessað og vara mun um eilífð. Takk fyrir að gleyma okkur ekki og yfirgefa okkur ekki. Aldrei. Gefstu ekki upp á okkur.

Góður Guð gefi okkur öllum góðan dag, alla daga og sinn frið í hjarta.

Í Jesú nafni.

Með kærleiks- samstöðu- og friðarkveðju.

- Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið