Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Mánudagur, 26. október 2020
S  3 m/s
0.4°C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Október 2020
SMÞMFL
27282930123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 19:00 S 3  0°C
Þverárfjall 18:00 A 2  -1°C
Vatnsskarð 18:00 ANA 6  -1°C
Brúsastaðir 19:00 S 6  2°C
Holtavörðuh 18:00 NV 5  -2°C
Laxárdalshe 18:00 ANA 7  0°C
Reykir í Hr 18:00 N 1  2°C
Reykjavík 19:00 A 4  4°C
Akureyri - 19:00 VNV 1  3°C
Egilsstaðaf 19:00 ANA 1  1°C
Vegagerðin
Holtavörðuh. 19:00 NV 5 -3°C
Laxárdalsh. 19:00 A 9 0°C
Vatnsskarð 19:00 A 4 -2°C
Þverárfjall 19:05 0 0°C
Kjalarnes 19:00 A 7 4°C
Hafnarfjall 19:00 SA 3 7°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
06. september 2020
Sumri hallar hausta fer
Ljúft, en um margt óvenjulegt sumar er senn á enda runnið og veturinn farinn að minna á sig með hvíta fjallatoppa. Ennþá getum við þó vonast eftir fallegum sólskinsdögum ef við erum heppin.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. október 2020
Eftir Guðjón S. Brjánsson
19. október 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. október 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. október 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
12. október 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. október 2020
Eftir Guðjón S. Brjánsson
05. október 2020
Eftir Vífil Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi
29. september 2020
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Séð heim að Gautsdal, fjöllin upp af Mörk og Hvammi ber hátt yfir Gautsdalsbæinn stikill.123.is
Séð heim að Gautsdal, fjöllin upp af Mörk og Hvammi ber hátt yfir Gautsdalsbæinn stikill.123.is
Pistlar | 10. október 2020 - kl. 08:32
Sögukorn: Álfkonan: Viltu skerða hárið hörkuþrár?
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1.
Í gömlu bréfi frá unglingnum Ólafi úr Hegranesinu stendur: „Það er að segja af mér að mér líður vel og er orðinn Króksbúi, hélt ég þó að ég mundi ekki verða það að svo stöddu, en lífið er alltaf breytingum undirorpið og svo var nú því ég réðst til Kristjáns Gíslasonar kaupmanns fyrir vetrarmann Ég er búinn að vera hérna í mánuð en það voru tveir menn búnir að ganga í burtu frá Kristjáni þegar ég kom svo það getur nú verið að ég fari líka.

Mér líður að mörgu leyti vel, ég hef nokkuð mikið að gera með köflum: ég hirði tvær kýr og svo hross þegar þau koma á gjöf, svo hef ég mikinn og erfiðan vatnsburð fyrir utan alla snúningana. Ég hef 40 krónur í kaup.“ Sauðárkróki 1907 - 24. Nóv.

Ólafur Björnsson, afi minn, var frá Ketu í Hegranesi, orðinn 17 ára og mögulega hafa þessi kynni hans af kaupmannsfjölskyldunni á Sauðárkróki leitt hann vestur yfir fjöllin, að Æsustöðum í Langadal þar sem hann fann konuefni sitt, Jósefínu Pálmadóttur, systurdóttur Kristjáns kaupmanns. Stikill 2 bls. 13.

2.
Pálmar margir uxu upp við Húnaflóann austanverðan og má rekja þá flesta til ættföðurins Pálma í Sólheimum við Svínavatn. Pálmi var Jónsson var fæddur 1791 og náði 55 ára aldri. Einn dóttursona hans hittum við í Hólabæ í manntalinu 1870, hét Pálmi Sigurðsson, 18 ára vinnumaður frá Gautsdal, en 17 ára fósturdóttir Hólabæjarhjóna, Sigríður Gísladóttir er þar líka vinnukona og þau Pálmi verða hjón, eignast elsta barn sitt 6 árum síðar sem fær nafnið Jón Jóhannes í höfuðið á fóstra hennar, Gunnsteinsstaða/Hólabæjarbóndanum Jóhannesi Guðmundssyni.

3.
Uppi í Gautsdal býr móðir Pálma, Guðrún Pálmadóttir með Birni seinni manni sínum, en hún missti fyrri manninn 1867, frá fjórum börn þeirra, það yngsta 3ja ára svo henni hefur verið vandi á höndum að fá sér nýjan lífsförunaut. Eiginmenn hennar voru náfrændur. Þeir Sigurður og Björn komu vestan úr Víðidal og af Vatnsnesi. Fyrri maður Guðrúnar og faðir barnanna hennar, Sigurður Sigurðsson, var sonur Sigurðar Þórarinsson í Valdarási. Sá var kallaður Sauða-Siggi segir Páll Kolka í Föðurtúnum: „Hann var búmaður mikill og ýmist kallaður Sigurður ríki eða Sauða-Siggi. Hann var nokkuð einkennilegur og forn í háttum og hafði þann sið á efri árum að vekja fólk sitt um sláttinn kl. 4 -5 á hverjum morgni með þessari þulu: „Sólin er dottin, sumarið er hnigið; það er dýrmætt hvert stráið sem losnar af ljánum og farið þið nú að vakna, börnin mín.“

4.
Borgfirðingurinn Kristleifur skrifaði: „Sumarið 1875 þegar ég var 14 ára að aldri, kynntist ég í fyrsta sinni húnvetnskum bónda. Hét hann Björn og var bóndi í Gautsdal á Laxárdal nyrðra. Það sumar var kláðavörður frá jöklum til Hvítáróss við Borgarfjörð. Björn kom í vörðinn og fór ekki heim til sín fyrr en eftir réttir. Hann átti þá konu, er Guðrún hét Pálmadóttir frá Sólheimum. Hún var hálfsystir Erlendar í Tungunesi. Þegar Björn gekk að eiga Guðrúnu var hún ekkja og átti tvo syni eftir fyrri mann sinn, Sigurð Sigurðsson frá Valdarási. Björn var ölkær nokkuð og orti beinakerlingavísur um starfsbræður sína, varðmennina. Vatnsdælingur sem þekkti Björn, sagði mér, að hann hefði verið söngmaður mikill, afburða lesari og orðlagður vefari. Ég var einu sinni í brúðkaupsveislu í Stóra- Ási ásamt Birni. Byrjaði Björn veislugleðina með því að syngja hinn gamla morgunsálm „Ljómar ljós dagur.“ Sagði hann það gamlan veislusið úr Húnavatnssýslu. Björn hafði geysimikla rödd, en ekki að sama skapi fallega. Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri sagði mér að best myndi hann eftir Birni þegar hann söng frá upphafi til enda kvæði Matthíasar um Hallgrím Pétursson Atburð sé ég anda mínum nær.“ Troðningar og tóftarbrot: Kristleifur Þorsteinsson frá Húsafelli/Stóra-Kroppi

5. 
Björn, húnvetnski bóndinn í borgfirska varðahópnum, hann Konungs-Björn, varð seinni maður Guðrúnar Pálmadóttur í Gautsdal, langalangömmu minnar. Þau Björn eignuðust ekki börn en börn þeirra Sigurðar og Guðrúnar –  þau sem lifðu –  hétu:

Sigurður f. 1847, bónda á Smyrlabergi, síðast á Karlsstöðum í Vöðlavík
Ingiríður Ósk f. 1849 var í fjölskyldu Pálma bróður síns, síðast hjá bróðurdóttur sinni, Jósefínu og Ólafi á Mörk.
Pálmi f. 1852 bóndi í Gautsdal og Æsustöðum, langafi minn.
Guðrún Jóhanna f. 1864 hfr. Mánaskál og Balaskarði, fer til Vesturheims 1900.

6.
Björn Guðmundsson keypti ungur konunglegt leyfisbréf með ærnum kostnaði en leysti hann undan vistarbandi og því var nafn hans lengt og hann kallaður Konungs-Björn. Ekki var hann nema þrítugur þegar hann giftist ekkjunni í Gautsdal og hóf svo búskap með henni sem entist þeim út ævina.

7.
Þau Björn og Guðrún bjuggu síðar með Pálma syni hennar í Gautsdal, en 1890 eru þau komin út að Sneis á Laxárdal og þaðan geymist vísa sem komin er á vísnavefinn eftir Björn, réttara þó að hann dreymdi að álfkona kæmi til sín í draumi og kvæði vísuna nóttina áður en hann hugðist slá  álagablett þar á Sneis, Snösina:

Ef þú hárið hvíta mitt
hyggur þrár að skerða
þá mun árið aftur hitt
ei til fjár þér verða.

Önnur útgáfa:

Ef þú hárið hvíta mitt
hörkuþrár vilt skerða
þá mun árið aftur hitt
ei til fjár þér verða.

Gunnar Árnason: Af Laxárdal/Troðningar og tóftarbrot

8.
Gunnar Árnason á Æsustöðum skrifaði um Laxárdal og Laxdælinga og segir um Gautsdal:„Þar bjó m.a. Pálmi Sigurðsson. Á undan honum bjó þar stjúpi hans, Björn Guðmundsson, kallaður Konungs-Björn. Björn þótti skýrleiksmaður og góður drengur. Hagorður og söngmaður allmikill.“ Troðningar og tóftarbrot/Svipir og sagnir III bls. 241.

9.
Af húsbóndanum á Gili, Jósafat Sigvaldasyni, skrifaði Magnús á Syðra-Hóli þátt sem nefnist Hörkutól og þar koma við sögu Björn í Gautsdal og vísa eftir hann. Magnús segir: „Nú var það einhverju sinni að Jósafat kom drukkinn heim úr kaupstaðarferð. Enginn var hann þó drykkjumaður. Fólk var allt háttað er hann kom í bæinn. Svo var sem Jósafat stæði beygur nokkur af konunni. Hann fór ekki strax inn til hennar og staðnæmdist í frambaðstofunni þar sem vinnufólkið hélst við. Hann tvísteig þar á gólfinu stundarkorn og settist síðan á rúmstokkinn hjá Ingibjörgu. Hún byrsti sig og bað hann dragnast inn fyrir í bólið sitt hjá konunni.

„Og má ég ekki húka hérna,“ sagði Jósafat og var nokkru bljúgari í málrómi en venja hans var, en hjúin kímdu að orðaskiptunum og höfðu gaman af. Þessa sögu heyrði Markús Gíslason prestur í Blöndudalshólum. Hann var kátur maður og spaugsamur og hafði einatt skopsögur á harðbergi. Það var stuttu síðar að séra Markús kom að Gautsdal snemma dags. Þar bjó Björn Guðmundsson er kallaður var Konungs-Björn. Hann var ekki klæddur er prestur kom í bæinn og tyllti sér á rúmstokkinn. Hann gerði nú orð Jósafats að sínum og sagði um leið og hann settist: „Og má ég ekki húka hérna.“ Þá stældi hann rödd Jósafats og sagði síðan söguna frá Gili. Björn hló við og sagði að hér kæmi baslhagyrðingi yrkisefni, en hann var sjálfur hagmæltu og hraðkvæður. Hann kvað:

Vildi húka hjá henni
hafði brúk fyrir vífið
og að strjúka á henni
ofurmjúka lífið.

Séra Markús var fljótur að læra vísuna. Með henni fékk skrítlan, meinlaus og rislág, vængi og flaug víða. Stökuna kunna margir enn, þó gleymst hafi tilefni hennar.

Önnur vinnukona var á Gili, er Guðrún hét Pétursdóttir. Litlar sögur fara af henni, en víst hefur Jósafat gert betur en tylla sér á rúmstokkinn hjá henni, því hún var barnshafandi (1875) og lýsti Jósafat höfund að, er króginn fæddist. Barn það var drengur og skírður Pálmi. Hann ólst upp á Gili með föður sínum, er gekkst umyrðalaust við faðerni.“  Magnús Björnsson Hrakhólar og höfuðból bls.148.

10.
Alnöfnur Guðrúnar í Gautsdal
Guðrún Pálmadóttir,  f.1824 – hfr. í Gautsdal og á Sneis .
Guðrún Sólveig Pálmadóttir f. 1878 -  hfr. á Æsustöðum og Bjarnastöðum.
Guðrún Sigríður Pálmadóttir Mosfellsbæ f. 1951 í Holti á Ásum, var dósent við Háskólann á Akureyri.

11.
Í manntalinu 1880 bera tíu menn Pálmanafn í Húnavatnssýslu:

Pálmi Lárusson 15 ára sonur hjóna Blönduósi
Pálmi Pálmason 17  ára vinnumaður Smyrlabergi
Pálmi Jónsson 29  ára húsbóndi Syðri-Löngumýri
Þorleifur Pálmi Erlendsson 35 ára húsbóndi Stóra Búrfelli
Pálmi Jósafatsson 5 ára sonur bónda Gili
Pálmi Sigurðsson 28 ára húsbóndi Gautsdal
Pálmi Erlendsson 31 bóndi Hvammi Laxárdal
Pálmi Lárusson 15 sonur hjóna Holtastaðakoti
Pálmi Sigurðsson 40 ára húsbóndi Ystagili
Pálmi Guðlaugsson 43 ára Bergsstöðum Hallárdal, en í Húnavatnsþingi vestan Gljúfurár finnst enginn Pálmi en 6 eru í Skagafirði í þessu sama manntali.

12.
Þátturinn þessi –  af Guðrún i Gautsdal –  hófst á bréfi unglingsins Ólafs frá Ketu til Stefönu systur sinnar, sem bréfin geymdi handa frænda sínum/IHJ. Hún var saumakona í Reykjavík og hjálparhella margra utanbæjarmanna og átti í bréfaskiptum við fólk víða um land.

Ólafur varð síðar tengdasonur Pálma á Æsustöðum og þar hófu þau amma mín búskap, fluttu norður að Ketu þar sem eldri börn þeirra fæddust: Helga í Hnjúkahlíð f. 1915 og Pálmi í Holti f. 1916, en þau keyptu fljótlega Mörk á Laxárdal, bjuggu þar lengi og ólu upp börn sín. Þau yngri voru: Ingimar Guðmundur f. 1922 og Sigríður í Ártúnum f. 1924. Afi var ólatur að senda systur sinni línu – eins og hún honum, hér birtast glefsur úr bréfum hans frá árinu 1914 meðan ungu hjónin bjuggu enn á Æsustöðum:

4. jan. Þokka minn tók ég fyrir jól en Hrana tók ég inn í gær, hin hrossin mín ganga í Tungunesi, býst ég við að þurfa að taka Bleikblesu bráðlega inn ef svona verður, hún er með folaldi og farin að leggja talsvert af. Brúnn þinn er hnausspikaður og kemur líklega ekki í hús nema verði einhver aftök. . . .

29. jan.: Hrana minn járnaði ég nú um daginn – Jón hefur verið að reyna að fá sér jörð

Á hvítasunnudag: Nú er ég giftur – Jón er farinn héðan burt og farinn að búa í Gautsdal – Nú ættir þú að sjá hestana mína, þeir eru með þeim fallegri hér og sýna það greinilega að ég hef sjálfur hirt þá í vetur

19. júlí Ég hef fjórðapart af jörðinni og þarf helst að heyja handa einni kú, 50-60 fjár og 10 hrossum. Ég lét þá blesóttu á markað og sýndi þeim þann brúna þinn en þeir vildu hann ekki, fyrir þá ástæðu og hann er hálfhringeygður á öðru auganu.

1922 – þ. 31. ágúst Mikið þakklæti eiga þessar línu að færa þér frá okkur öllum fyrir sendinguna í vor með Kristínu á Holtastöðum, sem hún afhenti mér sjálf í vor. Þvílíkur fögnuður fyrir smáa fólkinu, því verður ekki með orðum lýst. Svo núna fyrir hálfum mánuði fengu þau að fara til kirkju þar var nú mikið um dýrðir, bæði riðu ein og voru í fallegum fötum og bæði í kápum. Ekki var hægt að koma því við að fara með litla góða, hann er óskírður enn, er alltaf vel frískur og dafnar vel.

13.
Jósefína ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Gautsdal til 1894, en fluttist þá með þeim að Æsustöðum í Langadal og ólst þar upp síðan við heimils- og bústörf. Hún stundaði nám í einn vetur við Kvennaskólann á Akureyri?. Árið 1915 kom hún að Ketu, þá gift Ólafi, og fylgdust þau að síðan. Í Mörk er land grasgefið og oft búsældarlegt að sumrinu en snjóþungt á veturna.

Á fyrri tímum var Mörk í þjóðbraut þegar leiðin til Skagafjarðar lá gegnum Litlavatnsskarð. Þá var oft gestkvæmt í Mörk. Móbergstjörn er í Litlavatnsskarði skammt frá Mörk, en norðan og austan við vatnið liggur sá frægi brunnur sem oft áður fylltist svo af silungi á haustin að ausið var upp með fötum. Jósefína fór oft að brunninum og gáði í hann en sá engan silung, enda eru síðustu sögur um fiskigengd þar frá því um 1900.

Á Mörk stundaði Jósefína garðrækt eins og annars staðar þar sem hún bjó. Hún hafði yndi af trjárækt og ræktun matjurta. Hún var söngvin og söng með Kirkjukór Bólstaðarhlíðarkirkju og lagði þá á sig ótrúlega miklar og strangar ferðir á kóræfingar og kirkjuferðir er hún bjó á Mörk.

Hún fylgdist vel með allt fram undir það síðasta. Heyrnin var reyndar ekki nógu góð en það var unnið upp með lestri. Um tíma bilaði sjónin en hún fékk lækningu á því á Akureyri. Þá sagði hún: ,,Ég hef fengið augun mín aftur, reyndar þarf ég að hvíla þau en ég átti eftir ólesnar bækurnar um Ólaf Thors og Gunnar Thoroddsen, þær gat ég ekki látið bíða lengur.“

Eftir að Ólafur lést dvaldi Jósefína mest í Ártúnum hjá Sigríði dóttur sinni og manni hennar Jóni Tryggvasyni. Fáum árum áður en Jósefína dó fór hún til Reykjavíkur til að velja legstein á leiði foreldra sinna, Æsustaðahjóna. Það var vel af sér vikið af konu á tíræðisaldri að ferðast svo langa leið, ein í langferðabíl, en glöð var hún þegar steinninn hafði verið valinn.

Jósefína var skemmtileg kona, tilsvör hennar voru oft á tíðum frábær, en þó án þess að meiða aðra. Hún var há og grönn vexti, fríð sýnum, vel farin í andliti, hélt sér vel fram á elliár, létt og lipur í hreyfingum, dökkhærð og bláeyg. Hún var gestrisin og alúðleg í framkomu og vakti eftirtekt fyrir fegurð.

Ofangreindar upplýsingar, í grein 13, veittu Tryggvi í Ártúnum og Sigríður móðir hans, dóttir Jósefínu í Holti. Þeim var safnað fyrir Æviskrár Austur-Húnvetninga.

14.
Ólafur á Mörk var yngstur sex barna Helgu Maríu og Björns Stefánssonar búandi í Ketu í Hegranesi. Ólafur var á fjórtánda ári þegar hann missti móður sína en fjórum árum síðar ræðst hann til Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki til að hirða skepnur á kaupmannsheimilinum, í fjósi og hesthúsi og síðar ræðst Ólafur til vinnumennsku og barnakennslu að Æsustöðum  í Langadal til hjónanna þar, Pálma Sigurðssonar og Sigríðar systur Kristjáns sem verða síðan tengdaforeldrar hans. 

En Ólafur fór í Hvítárbakkaskóla 1911-12, átti þar góða vist, sem hann minntist oft á þegar kom fram  á ævi hans. Sumarið 1912 vann Ólafur ásamt bræðrum sínum Páli og Jósíasi að byggingu íbúðarhússins á Geitaskarði og Kvennaskólans á Blönduósi

Jósefína Þóranna Pálmadóttir var kona Ólafs og þau bjuggu í tvö ár norður í Ketu en  landþröngt var orðið hjá tengdafólki Ólafs á Æsustöðum, en þegar þau komu aftur vestur í Húnavatnssýsluna, fluttu þau á landstóra jörð, Mörk á Laxárdal, stórbýli að fornu og keyptu jörðina. Elstu börn þeirra Merkurhjóna Helga María og Pálmi fæddust á Ketu en þau yngri Ingimar Guðmundur og Sigríður á Mörk. Á Mörk áttu þau eftir að búa næstu tvo áratugina, Ólafur glímdi þar við heilsuleysi en fleira bar til, s.s. vegleysur og hve fjölgaði eyðijörðum á dalnum, að þau fluttu að Brandsstöðum 1938 síðan að Eyvindarstöðum 1940 og leigðu þar hálflendur. Pálmi sonur þeirra var bóndaefni og réðst svo er hann fastnaði sér konu að fjölskyldan flutti út að Holti á Ásum árið 1947, festu kaup á þeirri jörð og þar búa afkomendur þeirra (2020).

Næstelst systkina Ólafs var Stefana saumakona í Reykjavík, en hún hélt saman bréfum bróður síns þar sem geymist tungutak hans og margvísleg atvik, mannfundir, fénaðarhöld og heilsufar.

 Ólafur var hlýr maður og glaðsinna, í meðallagi hár og kvikur í hreyfingum fram eftir aldri. Hann hafði dálæti á skepnum, þó sérstaklega hrossum og átti góðhesta. Sauðfé átti sömuleiðis hug hans og frásagnir af því er að finna í safnbók Ásgeirs Jónssonar Forystufé.

Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum í Ketu og vann búi þeirra þar til hann fór árið 1910 frá Ketu að Leifsstöðum í Svartárdal. Árið 1915 kom hann ásamt Jósefínu konu sinni frá Æsustöðum í Langadal, að Ketu og hóf þar búskap. Árið 1917 fóru þau búferlum vestur í Húnavatnssýslu eins og hér er að framan rakið.

Síðustu árin voru þau á Héraðshælinu á Blönduósi.

Ólafur var einn vetur í Hvítárbakkaskóla og vitnaði oft í veruna þar. Sem ungur maður var hann með Páli bróður sínum í byggingarvinnu, m.a. í vinnuflokki sem byggði íbúðarhúsið á Geitaskarði árið 1912.

Ólafur var meðalmaður á hæð og bar sig vel, léttur í skapi, bjartur yfirlitum, dökkhærður. Hann var mikill hestamaður, átti alltaf góðhesta hvern fram af öðrum. SÓl, TJ & IHJ

15.
Lítil saga af Laxárdal:
Ingimar Guðmundur Ólafsson fæddist á Mörk 29. janúar 1922, litlu fyrr en kærir nágrannar foreldra hans, þau Ingibjörg og Guðmundur Erlendsson í Mjóadal létust í mars 1922. Honum var gefið nafn eftir nöfnum þeirra beggja.

Æviár Ingimars Guðmundar á Mörk urðu reyndar aðeins 16, hann lést 1938 en tveim árum síðar eignast hann nafna í systursyni, Ingimar Skaftasyni í Árholti. Annar systursonur Ingimars, Ingi Heiðmar Jónsson er sjö árum yngri og þriðji nafninn, Ingimar Vignisson, dóttursonur Ingimars í Árholti, fæddist 1991 og ólst upp með foreldrum sínum í Höfnum á Skaga. Með syni Hafnahjónanna er komin fjórða kynslóð frá Ingimar á Mörk. En Ingimar fimmtu kynslóðarinnar birtist svo með Ingimar Emil Skaftasyni árið 2017, langafabarn  Ingimars í Árholti og bróðursonur Ingimars Vignissonar frá Höfnum.

16.
Jóhannes og Sólveig á Gunnsteinsstöðum ólu upp Sigríði Gísladóttur síðar húsfreyju á Æsustöðum. Elsti sonur hennar fékk nafnið Jón Jóhannes. Um Jóhannes skrifar Gunnar Árnason ágætan og ítarlegan þátt í Hlyni og hreggviði/Svipir og sagnir II. Þáttinn byrjar hann á því að skoða hve fljótt fjölfarnar göturnar grói upp. „En gleymskan sé þó venjulega fyrri til  að skefla í ævislóð flestra einstaklinga, jafnvel þeirra, sem samtíðin taldi að yrðu ógleymanlegir. Það er venjulega þegar vel lætur, aðeins hugblær, sem liggur alllengi í loftinu um merka og sérstæða menn.“

Höfundurinn Gunnar segir: „Þau Sólveig og Jóhannes eignuðust átta börn og misstu þau öll á unga aldri. Flest dóu þau í fyrstu bernsku en sum stálpuð. Síðasta og þyngsta höggið mun það hafa verið, að árið 1866 dóu þær um sumarmálin systurnar Þóranna yngri 9 ára og Ingigerður 11 ára.

Margir foreldrar áttu oft um sárt að binda á þessum árum. Ýmiss konar landfarsóttir gengu eins og logi yfir akur og eyddu ungviðinu. Dauðinn hjó miskunnarlaust ótal græna sprota. Langfæstir foreldrar nutu þeirrar gleði að eiga lengi allan hópinn. En að halda engu eftir af átta . . . Það var, sem betur fór, fádæmi.

En alheill sleppur enginn úr slíku stórviðri. Sennilega fannst Jóhannesi hann verða að drekka ef færi gafst til að reyna að hugsa minna um harma sína þá stundina ef unnt væri. En þó svo hafi verið öðrum þræði, hugðu þau Sólveig bæði á göfugri harmabók. Þau tóku vandalaus börn í meira og minna fóstur og ólu tvö upp að fullu, þau Jón Jakobsson Espólín, síðar bónda á Auðólfsstöðum og Köldukinn og Sigríði Gísladóttur frá Eyvindarstöðum. Hún giftist Pálma Sigurðssyni og bjuggu þau í Gautsdal og á Æsustöðum.

Bæði þessi fósturbörn urðu gamlar manneskjur og rómuðu jafnan fósturforeldrana fyrir ástríki þeirra og göfgi. Betri menn kváðust þau ekki hafa þekkt.“

Gunnar Árnason: Um Jóhannes á Gunnsteinsstöðum/Hlynir og hreggviðir

Ítarefni og heimildir:
Vísa Björns á Sneis: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/visur.php?VID=29523
Manntal 1870:  http://manntal.is/leit/Gautsdalur/1870/1/1870
Magnús Björnsson Syðrahóli: Mannaferðir og fornar slóðir
Hlynir og hreggviðir, Svipir og sagnir II
Troðningar og tóftarbrot, Svipir og sagnir III
Páll V. G. Kolka: Föðurtún
Ingi Heiðmar Jónsson Stikill 2

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
04. febrúar 2020
Sherlock og Watson
Sherlock Holmes og Dr. Watson fóru í útilegu. Eftir að hafa gætt sér á góðum mat og drukkið flösku af víni, bjuggu þeir um sig og fóru að sofa.
::Lesa

©2020 Húnahornið