Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 19. janúar 2021
NNA  9 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Janúar 2021
SMÞMFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 11:00 NNA 9  0°C
Þverárfjall 11:00 NNA 16 -3°C
Vatnsskarð 11:00 N 14  -3°C
Brúsastaðir 11:00 NV 10  0°C
Holtavörðuh 11:00 N 11  -3°C
Laxárdalshe 11:00 NNA 16 -2°C
Reykir í Hr 11:00 N 12  -0°C
Reykjavík 11:00 N 7  0°C
Akureyri - 11:00 NNV 7  1°C
Egilsstaðaf 11:00 N 7  1°C
Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:20 N 12 -3°C
Laxárdalsh. 11:20 NNA17 -2°C
Vatnsskarð 11:20 N 13 -3°C
Þverárfjall 11:20 NA16 -3°C
Kjalarnes 11:20 NNA16 -0°C
Hafnarfjall 11:20 NNA 13 -1°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. nóvember 2020
Við upphaf vetrar
Þá hefur vetur konungur haldið innreið sína og verið rólegur þessar fyrstu vikur og verður vonandi spakur áfram. Okkur finnst við eiga skilið góðan vetur eftir allar þær hremmingar sem við höfum mátt þola á árinu, eins og veiruskömmina og stórviðri og vetrarhörkur í fyrra.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
14. janúar 2021
Eftir Friðrik Á. Brekkan
13. janúar 2021
Eftir Friðrik Á Brekkan
07. janúar 2021
Eftir Ólaf Bernódusson
07. janúar 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
04. janúar 2021
Eftir Friðrik Á Brekkan
01. janúar 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
30. desember 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
21. desember 2020
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 30. desember 2020 - kl. 10:46
Stökuspjall: Allur heimur dáir þig!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1.
Eitt helblátt strik með punkta og prik
á pappírinn hlykkjótt sett
Stökk og hik og hlaup og ryk.
Og hér er sagan rétt.

3.
Með ljóðelskum náungum lifði ég glatt
og lífið af reynslunni þekki.
Ég hefði nú kosið að segja þér satt
en samviskan leyfir það ekki.

Hér er Kristján Júlíus/Káinn f. 1859 að ríma svar sitt til Thórstínu Sigríðar Jockson sem bað skáldið um æviágrip, en hann spurði hana á móti:

2.
Þú ert nú að baka þér ábyrgð og raun
um óþakklát guðsbörn að rita.
Hvar ætlarðu að taka þín erfiðislaun
er allt sem mig langar að vita.

Höfundur þessarar nýju, ljóðnegldu og merku bókar um Káinn, þennan „Geysi gamanyrða" á landnemagrundum vestur í Ameríku, er Jón sagnfræðingur Hjaltason á Akureyri, sem hefur pælt í gegnum margan blaðastaflann grönnum sínum og löndum til fróðleiks, þeim sem þiggja vilja.

Jón sagnfræðingur kallar skáldið lengi vel Kristján Júlíus eða aðeins Kristján og markar þannig fyrri hluta ævisögu hans meðan hann var lítt þekktur en þó vísufær verkamaður en fer að nota Káinsnafnið þegar greint hefur verið frá útgáfunni á ljóðabókinni og andstreymi því sem skáldsins beið þegar Kviðlingar hans komu út árið 1920. Höfundur segir:

„Bókin átti þrátt fyrir allt eftir að tryggja honum sess á þjóðarhillu íslenskra skálda. Hann tyllti sér þó ekki þar sem Kristján Níels Jónsson, ekki heldur sem Kristján Júlíus eða K. N. Júlíus, heldur einfaldlega sem Káinn, leitt af skammstöfuninni K. og N. Og það er undir Káins-nafninu sem við höldum áfram frásögninni af ævi Kristjáns Júlíusar." Og næsti kafli bókarinnar, hefst nákvæmlega á skáldanafninu, Káinn.

„Vantar þig ekki vinnumann? var spurt.

– Jú það kann að vera, svaraði Anna hikandi", þetta var haustið 1894, var þá Anna 45 ára, nýorðin ekkja með barnahóp, en nýi vinnumaðurinn, farandverkamaðurinn Kristján Júlíus 35 ára.

Jón sögumaður heldur áfram með lesendum sínum á sögusviðinu í afskekktri landnemabyggð:

„Nýi vinnumaðurinn var ekki margmáll en hann var traustur, kann til verka og fælist ekki að taka til hendinni. Það skipti Önnu þó mestu máli að hann er góður við börnin og þau laðast að honum." 

Og vinnumaðurinn bjó yfir náðargáfu:

Stundum var ég seinn til svara og seinn á fæti
En það voru engin látalæti
að láta fólkið gráta af kæti.

Þannig laðar höfundur söguna fram á síðum bókarinnar: vísur Káins, klausur úr bréfum eða ævisögum annarra leggja til efnið en höfundur sníður og fellir saman. Skáldið flutti frá Kanada eftir dimm ár atvinnuleysis og fór ásamt fleiri Íslendingum til Norður-Dakóta:

Hugann hlekkir geyma
heimur svekkir mig;
ég á hér ekki heima
og enginn þekkir mig.

Og íslensku þjóðskáldin gleymast ekki í Káinssögunni, höfundur tilreiðir skemmtilega sögu af ferð sr. Matthíasar og Einars Kvaran rithöfundar með lestinni um Norður-Dakóta þar sem rósemi Einars færði þeim bjór í bindindisfylki, en þangað var Káinn einmitt að flytja.

Stephani G. Stephanssyni sendi Káinn mynd og vísu um þá skáldbræður:

Sumir sleikja sólskin alla daga
sigla undan vindi en aðrir róa
en skrítið er hvað meta fáir mig
á meðan allur heimur dáir þig.

Lokavísan í þessu stökuspjalli er um barnið Stínu, barnabarn ekkjunnar Önnu sem nefnd var fyrr:

Síðan fyrst ég sá þig hér
sólskin þarf ég minna;
gegnum lífið lýsir mér
ljósið augna þinna.

Ég trúi, að Kristján Níels og við aðdáendur þeirra Káins höfum verið mjög heppnir, að sagnfræðingurinn Jón gekk í málið að semja ævisöguna og flétta hana svo vel ljóðum og vísum. Sagnfræðingurinn hefur þurft að leggjast í mikla heimildavinnu. Glöggskyggn og málsnjall semja hann þessa hrífandi sögu, ekki bara Káins og Íslendingasamfélaga í Norður-Ameríku, heldur kemur þarna við sögu fjöldi þekktra Íslendinga og annarra síður kunnra. Sumir eru landnemar vestra en aðrir halda sjó í heimabyggðunum á Fróni.

Og ást á tungu áanna, þeirri dýru og fornu gersemi er í senn orkugjafi og bindiefni í skáldskap Káins eins og í góðu verki Jóns Hjaltasonar.

Auglýsing á bókinni nýju – nokkrar staðreyndir um K.N. Júlíus:

Káinn fæddist 1859, ólst upp á Akureyri og í Eyjafirði en fluttist 19 ára gamall til Vesturheims þar sem hann bjó í Winnipegborg í Manitóba og síðar sunnan línu, í Norður-Dakóta. Káinn var gæddur náðargáfu sem hann beitti óspart þegar mikið stóð til hjá löndum hans eða þeim lenti saman með gífuryrðum og látum. Þá greip hann til sérgáfu sinnar. Hér segir Jón Hjaltason sagnfræðingur sögu þessa fyrsta og eina kímniskálds Íslendinga sem ódrukkinn var þurr á manninn en hreifur allra manna glaðværastur:

Að sjá mig aðeins ófullan
enginn maður sér mig.

Saga Káins er um leið saga Vestur-Íslendinga sögð af glettnislegum sjónarhóli skáldsins sem orti:

En undarlegast atvik samt ég tel
að Íslendingur skyldi frjósa í hel.  

Ítarefni og heimildir:
Jón Hjaltason sagnfræðingur:
Fæddur til að fækka tárum  Káinn – ævi og ljóð Ak. 2020: bls. 11, 139, 149, 150, 163 og 256
Nokkrar vísur Káins: Landpóstur.is: http://www.landpostur.is/is/frettir/horft_um_oxl__kainn_-_kristjan_niels_julius_jonsson?fbclid=IwAR26-SAbqRcU6mPtF6O8pBVP2iv06_am4MzypaW92KGBSNq5gjz9UzB_S74
Káinn í ljóð.is:  http://www.ljod.is/index.php/ljod/view_poet/3341
Káinn á Húnaflói.is: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=15325
Sögukorn af Jóni Borgfirðingi: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=16965

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2021 Húnahornið