Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 1. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:47 0 0°C
Laxárdalsh. 04:47 0 0°C
Vatnsskarð 04:47 0 0°C
Þverárfjall 04:47 0 0°C
Kjalarnes 04:47 0 0°C
Hafnarfjall 04:47 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
69. þáttur. Eftir Jón Torfason
25. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. febrúar 2024
Frá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar
16. febrúar 2024
68. þáttur. Eftir Jón Torfason
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. febrúar 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Kirkjan á Breiðabólsstað í Fljótshlíð 1836. Mynd: annalsvert.is
Kirkjan á Breiðabólsstað í Fljótshlíð 1836. Mynd: annalsvert.is
Pistlar | 27. febrúar 2021 - kl. 13:22
Sögukorn: Að standa við loforð JH
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

„Loksins erum við komnir að norðurströndinni! Okkur langaði mikið til að komast hingað en margir hafa orðið til að letja okkur,“ skrifaði Gaimard í dagbók sína að Melum og sagði að leiðin hefði verið miklu auðveldari en hann hafði átt von á. En ferð þeirra félaganna sumarið 1835 teygðist norður Strandir svo það beið næsta sumars að heimsækja sjálft Norðurlandið en þá fóru þeir hringferð um Ísland, rangsælis.

Paul Gaimard naut sín best þegar hann var á ferð og flugi, en kunni síður fótum sínum forráð í hvunndagsamstri heima fyrir, dó örsnauður og er nú flestum gleymdur í sínu heimalandi segir höfundurinn Árni Snævarr í bók sinni Maðurinn sem Ísland elskaði.

Fjölskylda þessa víðförula læknis bjó skammt frá Marseille og var nátengd byltingarsinnuðum löndum sínum, síðar liði Napóleons og faðir Pauls Gaimard og alnafni var skotinn úr launsátri frá ungum börnum, en ekkjan fékk sér aftur mann og skírði eitt yngstu barnanna í höfuð Napóleons.

Ferill Gaimards hófst þegar hann gerðist skipslæknir í þriggja ára hnattferð en leiðangursstjórinn fól skipslæknum sínum rannsóknarstörf, hafði fengið nóg af ráðríki sérfræðinga en Gaimard fékk níu mánaða markvissa þjálfun hjá frönsku vísindaakademíunni. Annarri hnattferð tók Gaimard þátt í sem stóð litlu skemur en sú fyrri.

Þriðja ferð Gaimards var á landi 1831, en þá var kólerufaraldur í uppsiglingu í Austur-Evrópu og tveir læknar voru sendir til að fræðast um þennan sjúkdóm sem var banvænn á þeim tíma og breiddist hratt út. Læknarnir lögðu lykkju á leið sína til Stokkhólms, þar sem þeim var tekið með kostum og kynjum  þar sem konungsfjölskyldan var af frönsku bergi brotin. Björtu sumarnæturnar áttu vel við Gaimard og telur bókarhöfundur að þarna kynni Gaimard að hafa fyrst heyrt um Ísland.

Eftir skipstapa Frakka á norðurslóðum var afráðið að senda leitar og björgunarleiðangur á norðurslóðir sem Gaimard sótti um að taka þátt í. Ættingjum hans leist illa á þær ráðagerðir og bróðir hans lagði á sig vikuferð frá Provence til Parísar í hestvagni til að telja hann ofan af þessu tiltæki: „Að hætta lífi þínu í fjórða skipti og nú í íshöfunum.“ 

En í apríllok – 27/4 – vorið 1835 lagði skipið frá Chérbourg og fékk heldur harðsótt yfir Íslands ála en „hinn áttunda maí sást hvítur kollur Heklu... Hinn 10. maí, skammt undan Reykjanesi, var aðeins þriggja stiga hiti og sjórinn einni gráðu heitari. Ægifagurt sólarlagið bætti upp kuldann. Skipverjar horfðu á sólina síga til viðar og sýndist hún hvíla eins og flennistórt innsigli á haffletinum, að lokum var hún líkust hvelfingu í björtu báli“.

Reykjavík var 650 manna þorp með 17 kaupmönnum og göturnar voru aðeins þrjár: Aðalstræti, Strandgatan (Hafnarstræti) og Langastétt (Austurstræti) og Gaimard svíkst ekki um að skrifa í dagbókina, lýsa útför, Steingrími biskupi, Bernhöftsbakarí, fyrsta brauðgerðarhús landsins hafði tekið til starfa árið áður, þe.1834 í Bankastræti 2. Og ekki gleymir hann að lýsa Reykjavíkurdætrum, þær fyrstu sáu þeir við útförina.

Suður á Álftanesi hittu þeir Grím Thomsen 15 ára, en farinn að læra frönsku. Gaimard var líka búinn af fá kennara til íslenskunáms, Ólaf Hjaltested, barnakennara í Reykjavík.

Almannarómur á Íslandi sagði að Gaimard væri sískrifandi, meira að segja á hestbaki, hann gerði sér far um að læra íslensku og greiddi götu Íslendinga í Frakklandi þar sem hann átti eftir ólifað. Gaimard, sem fór um allt land á tveimur sumrum, hafði þann vana að láta heimamenn skrifa nöfn sín í bókina, háa jafnt sem lága.

En þessi frakkneski maður er nú nánast gleymdur þjóð sinni og væri kannski sömuleiðis hér á landi, ef andagift Jónasar, listaskálds Íslendinga, hefði ekki fundið stað orðunum

„Vísindin efla alla dáð“ í ljóðinu Til herra Páls Gaimard.

Í seinni ferðinni/sumarið 1836 hittu leiðangursmenn sr. Tómas Sæmundsson, frönskumælandi prest Fljótshlíðinga og þar segir: „Fjölnismaðurinn séra Tómas var sennilega eini Íslendingurinn á þessum tíma sem gat kallast heimsborgari, að m.k. þar til Grímur Thomsen haslaði sér völl sem byronfræðingur og danskur stjórnarerindreki“.

Tómas  var fæddur 1807 og því fjórtán árum yngri en Gaimard en aðeins ári eldri en Xavier Marmier, en þeir Meyer, listamaðurinn góði sem við eigum að þakka svo margar myndir frá lokum kyrrstöðualdanna, tóku þátt í seinni ferð Gaimards, aðeins ári eftir þá fyrri.

Marmier segir um sr. Tómas: „Hve oft fyllist ég ekki aðdáun þegar ég staðnæmdist í einu af þessum einangruðu prestsetrum innan um hraunbreiðurnar. Ég gekk inn í raka, heilsuspillandi og húsgagnalausa vistarveru, en á trékistum, gluggakistum og fjölum sem negldar voru á veggi sá ég úrvalsrit í vísindum og bókmenntum. Á móti mér tók prestur, reiðubúinn að ræða við mig um stórskáld nútímans og sígilda höfunda fornaldar á fjórum eða fimm tungumálum“.

Í Laxdalshúsi á Akureyri gisti leiðangur Gaimards og þar var þá Amtsbókasafnið til húsa. Norðurljós urðu til að gleðja augu þeirra að morgni en þó enn frekar kvöldið áður þegar þeir komu í myrkri að Eyjafjarðará, sem þeir sundriðu og skyndilega varð bjart eins og á miðjum degi. Þá höfðu birst norðurljós og Meyer teiknaði Laxdalshús.

Skamma viðkomu höfðu Frakkarnir í Húnaþingi, bókarhöf. segir: „Hinn 23. ág. var tjaldað upp á heiði en morguninn eftir komust þeir áfallalaust yfir Blöndu. Merkilegt fannst þeim upp á háheiði að þar var greiðfær vegur sem tveir vegagerðarmenn héldu við og gaf Gaimard þeim hvorum hálfa spesíu. Eftir fimmtán stunda reið komu þeir í Kalmanstungu eftir miðnætti“.

Á meðan Gaimard ferðaðist umhverfis Ísland sat bókmenntamaðurinn Xavier Marmier í Reykjavík, nam dönsku og íslensku og bjó sig undir að hitta fræðaþulina við Bessastaðaskóla, skáldið og fræðimanninn Sveinbjörn Egilsson, málvísindamanninn Hallgrím Scheving, guðfræðinginn Jón Jónsson og náttúruvísindamanninn húnvetnska Björn Gunnlaugsson:

Marmier brá upp afar lofsamlegri mynd af fræðimönnunum í riti sínu um Ísland. „Allir fjórir eru sannarlega athygli verðir og myndu sóma sér vel í frægari skólum en í hinum fábrotna Bessastaðaskóla“. Sjálfur sótti hann mjög í verki sínu í smiðju Sveinbjarnar Egilssonar. Það var þó Hallgrímur Scheving sem hann skrifaði um af mestri hlýju en hann hreif Marmier með hógværð sinni og seiglu. Hallgrímur hafði þegar unnið árum og áratugum saman að gerð íslenskrar orðabókar. „Sjaldan hafa vísindin eignast svo trúan liðsmann, sem helgað hefur sig starfinu án nokkurrar vonar um vegsauka“.

Þannig lýsir bókarhöfundur ÁS samfundum Marmiers og Bessastaðamanna, skólamannanna sem skiluðu þjóðinni Fjölnismönnum og Jóni Árnasyni og Magnúsi Grímssyni svo nokkrir uppáhaldsmenn séu nefndir.

En „Jónas Hallgrímsson lofaði fyrir hundrað og áttatíu árum að íslenska þjóðin myndi lengi muna Paul Gaimard. Þessi bók er mitt hógværa framlag til að standa við það loforð“. Þannig lýkur sagnfræðingurinn Árni Snævarr formálanum fyrir bók sinni, skemmtilegum eins og bókin er öll.

Þar kveikir miðilsfundur sögu, sagt er stuttlega frá uppvaxtar- og starfsárum höfundarins ÁS, einnig bók dr. Giséle Jónsdóttur um leiðangur Gaimards til Íslands, kom út á frönsku 2012, en dagbækur ferðagarpsins fundust fyrir skömmu – með aðstoð Sveinbjarnar Blöndal hagfræðings í París – og það olli straumvörfum í þessum rannsóknum.  

Fræðandi kaflaheitum býr bókin yfir s.s.:
Byltingin við gröf Maríu Magdalenu
Poppstjörnur og geimfarar síns tíma
Kona gerist laumufarþegi
Kvennabósi á Kyrrahafseyjum
París fær kvef, Evrópa flensu
Langt-í-burt-istan rómantísku stefnunnar
Dagar víns og rósa undir Jökli
Landið var fagurt og frítt en fólkið með þjáningarsvip
Vísindin efla alla dáð og líka ferðamennsku.
Sigurbogi yfir Hreppafjöllum

Meira efni:
Maðurinn sem Ísland elskaði: https://www.forlagid.is/vara/madurinn-sem-island-elskadi/

Ritdómur Gauta Kristmannssonar: https://www.ruv.is/frett/sjarmerandi-islandsvinur-i-svadilforum
Wikipedía: https://is.wikipedia.org/wiki/Joseph_Paul_Gaimard
Björn Gunnlaugsson: https://is.wikipedia.org/wiki/Bj%C3%B6rn_Gunnlaugsson
Listmálarinn Meyer: https://www.alamy.com/stock-photo-auguste-etienne-francois-mayer-1805-1890-french-painter-the-redoutable-133825994.html

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið