Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 15. júní 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2024
SMÞMFL
2627282930311
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 10:55 0 0°C
Laxárdalsh. 10:55 0 0°C
Vatnsskarð 10:55 0 0°C
Þverárfjall 10:55 0 0°C
Kjalarnes 10:55 0 0°C
Hafnarfjall 10:55 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
76. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. júní 2024
Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson
15. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
13. júní 2024
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
09. júní 2024
Eftir Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur
05. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júní 2024
75. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. maí 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Bréf sem Guðrún á Beinakeldu ritaði 1788.
Bréf sem Guðrún á Beinakeldu ritaði 1788.
Pistlar | 08. ágúst 2021 - kl. 08:52
Þættir úr sögu sveitar: Meyjarskemman á Beinakeldu
8. þáttur. Eftir Jón Torfason

Frá Beinakelduhlaði er eitt svipmesta útsýnið í Torfalækjarhreppi, drjúgur hluti sveitarinnar blasir við, Húnaflóinn heiðblár og svo fjallahringurinn frá Spákonufellsborg í norðri, Strandafjöllin í vestri, að ekki sé minnst á fagurmótað Vatnsnesfjallið, en Axlaröxlin skýlir að sunnanverðu. Hér bjó um 1790 ekkjan Guðrún Guðmundsdóttir (1740-1801).

Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson  (f. 1704)  og kona hans Þórunn Ísleifsdóttir (1709-1788) og var Guðrún ein fimm systkina. Maður Guðrúnar hét Jón Finnsson (1734-1780) Jónssonar, en Finnur sá var „nafnkunnur bóndi,“ að sögn annála. Jón Finnsson var frá Syðri-Ey og sennilega hafa þau hjón byrjað þar sinn búskap eða á nálægum bæjum en um 1765 fá þau jarðnæði á Beinakeldu. Jón dó 1780 og eftir það bjó Guðrún áfram á Beinakeldu í nærri tuttugu ár, í fyrstu með ráðsmenn eða vinnumenn sér við hlið en síðasta áratug aldarinnar voru aðeins konur hér til heimilis. Húsmóðirin Guðrún, ein vinnukona og vanalega einn til tveir niðursetningar. Guðrún og Jón munu hafa átt eina dóttur sem dó í æsku og hún á ekki afkomendur á lífi svo vitað sé.

Guðrún fær góðar einkunnir hjá sóknarpresti sínum í húsvitjunum, hún er skikkanleg og kann vel sinn kristindóm. Þó er hún 1784 sögð „errlunduð“ og árið eftir „sérlunduð,“ en jafnan talin „vel skýr.“ „Errinn“ getur merkt herskár og harðsnúinn, sem eru gagnlegir eiginleikar fyrir konu við einyrkjabúskap.

Það er hægt að fylgjast að nokkru með búrekstrinum á Beinakeldu fyrstu árin eftir móðuharðindin. Þannig eru vorið 1785 taldar fram 2 kýr og 1 kvíga og meira að segja 1 kálfur, ærnar eru 9, lömbin 6 og 1 hrútur að auki og loks 2 hestar sem er meiri fénaður en á mörgum öðrum bæjum í sveitinni.

Tveimur árum síðar eru kýrnar 2, ærnar 8, gimbrarnar 3 og ennþá er hrúturinn talinn fram, báðir hestarnir lifa líka. Þetta ár, 1787, er Þórunn móðir Guðrúnar komin til dóttur sinnar og talin með sérstakan búrekstur sem er raunar ekki rismikill, 1 kú, 1 gimbur og 1 hestur. Árið 1788 deyr Þórunn og hverfur úr bændatalinu. Síðasta varðveitta búnaðarskýrslan úr tíð Guðrúnar á Beinakeldu er frá 1790 en þá eru kýrnar 2 og kálffull kvíga að auki, ærnar eru 16, gimbrarnar 3 og einn sauður eða hrútur, en hestarnir ennþá 2 og eitt ótamið hross.

Það var venja frá fornu fari að ætla eitt hundrað í bústofni fyrir hvern heimilismann en hundraðið var ein kýr eða sex ær lembdar og loðnar eins og það var oftast orðað, þ.e. í ull og með lambi. Verðmæti bústofns Guðrúnar 1790 hefur numið 6-7 hundruðum því bæði kvígan, sauðurinn og hestarnir bættust við kýrnar 2 og kindurnar. Þótt manni þykir slíkt bú ekki stórt á okkar neysluþrungnu dögum  hafa afurðirnar í mjólk og kjöti dugað vel fyrir þörfum þeirra þriggja sem skráð eru til heimilis á Beinakeldu þetta ár.

Þar sem búnaðarskýrslum sleppir má hafa hliðsjón af hreppsbókinni þótt tölur þar séu ekki alveg sambærilegar. Taka má mið af lausafjártíund framteljenda en sá tekjustofn, ásamt fasteignartíund sem var alltaf sú sama, stóð undir fátækraframfærslu hreppsins ár hvert. Árið 1791 tíundar Guðrún 7 hundruð lausafjár, sem fer niður í 5 næstu tvö ár, aftur í 6 hundruð 1794 og 7 árið 1795 en síðustu tvö búskaparárin, 1796 og 1796, tíundar hún 5 hundruð. Með mikilli einföldun má gefa sér að 5 hundruð í lausafé samsvari  t.d. 1 kú og 24 ám eða, sem er líklegra í Guðrúnar tilfelli, 2 kúm og 18 ám, en þá er ekki reiknað með hestum og geldfé.

Út frá lausafjártíundinni má sjá nokkuð sveiflur í bústofni bænda, þannig dregst hún saman í harðindum og hækkar þegar betur árar og vissulega áraði nokkuð vel lengst af á síðasta áratug 18. aldar. En það má líka bera saman tíund milli manna og þegar það er athugað þá er Guðrún Guðmundsdóttir á Beinakeldu að vísu meðal þeirra fátækari í hreppnum en alls ekki fátækust og í rauninni ekki nema fjórðungur framteljenda með verulega hærri tíund en hún, þannig að segja má að hún sé jöfn meðal jafninga.

Eins og áður sagði settist Þórunn Ísleifsdóttir upp á Beinakeldu hjá hinni errlunduðu dóttur sinni árið 1785 en lést eftir þrjú á þar á bæ. Ekki veit maður hvernig samkomulagið var hjá þeim mæðgum en líklega hefur einhver núningur verið milli þeirra því það kemur fram í gögnum dánarbús Þórunnar, að Guðrún hefur orðið að selja aðra kúna sína til að rýma fyrir kú sem Þórunn átti og hefur þá haft nyt af henni fyrir sjálfa sig.

Dánarbú Þórunnar var skrifað upp 20. september 1788 og gerðu það hreppstjórinn Erlendur Guðmundsson á Torfalæk og nágranni hans Guðmundur Árnason á Húnsstöðum. Matið var lág tveggja stafa tala, rúmir 18 rd., sem hossar ekki hátt upp í þá hundruði ríkisdala sem bræðurnir á Stóru-Giljá skiptu með sér um sama leyti og fyrr hefur verið rakið. Þarna er blessuð kýrin, metin á 4 rd., og tvær ær eru líka taldar fram en annars mest fatnaður og rúmföt. Verðmætasti gripurinn var söðull með grænu klæði, metinn á 2 rd. og 36 sk. sem hefur þá verið hálft kýrverð. Þessi uppskrift er talsvert máð og ekki öruggt hvernig á að lesa sumt sem þar stendur.

Guðrún taldi sig eiga kröfu í dánarbúið umfram systkini sín, enda hefði hún alið önn fyrir móður sinni í banalegu hennar. Með uppskrift búsins liggur miði frá henni og segir þar, ljómandi vel skrifað:

Það sem ég hefi haft fyrir móður minni fram yfir hin systkin mín er þetta, að hún var hér 3 ár sem hún mátti kallast ómagi og hafði kú í heyjum. Varð ég svo að selja mína kú fyrir hey handa hennar kú fyrir átta hesta af töðu og jafnt heyi,[1] hvað eð verður að upphæð 6 rd. krónur. Af áður um getnum tíma lá hún hér veik 20 vikur og 5 daga. Þykist ég því lítið fá fyrir þessa mína fyrirhöfn fái ég minna en 20 álnir á hverja viku, hvað eð gjörir að upphæð 5 rd., 50 skildingar. Þar fyrir utan líkkistan, reiknuð fyrir 1 rd., [og] líksöngseyrir 27 sk. Verður svo þetta að upphæð 12 rd., 77 skildingar, krónur.
         
Beinakeldu d. 20. september 1788, Guðrún Guðmundsdóttir

Af vinnukonum Guðrúnar er helst að geta þriggja. Elísabet (f. 1755) Ólafsdóttur Eggertsdóttir prests á Undirfelli Sæmundssonar er komin til hennar 1788 og er sögð „læs, dygg, fróm, vel kunnandi,“ þannig að ekki getur það mikið betra verið. Árið eftir er Elísabet líka vinnukona, en þar næsta ár er henni „lofað að vera“ og upp úr því sögð „tekin,“ þ.e. hún komin á annarra framfæri. Ástæðan er sú að Elísabet sýktist af holdsveiki, andstyggilegri veiki  sem aldrei batnar en versnar jafnt og þétt. Hún er á Beinakeldu til 1795 og er síðast vitað um hana 1801 á Bjarnastöðum í Þingi hjá Haraldi bróður sínum, þar sem hún er sögð sveitarlimur. Þrátt fyrir nokkra leit hef ég ekki fundið dánarfærslu fyrir hana í nálægum sóknum, er sennilega hvergi skráð þótt einkennilegt sé.

Árið 1791, þ.e. frá fardögum 1791 til fardaga 1792, var hér vinnukona Guðrún Aradóttir (f. 1769, d. 18. maí 1827), formóðir margra merkra manna. Á næstu árum var hún vinnukona í þessum sveitum og átti þá í fullmiklum samskiptum við hitt kynið, að því er andlegum og veraldlegum yfirvöldum þótti, því hún var fjórvegis dæmd fyrir lausaleiksbrot á næsta áratug,[2] þar til hún komst í höfn hjónabandsins en maður hennar hét Gamalíel Jónsson (1776-1849). Þau bjuggu reyndar hér á Beinakeldu árið 1807-1808 en fluttu þá suður í Kalmansvík á Akranesi og þar bar Guðrún beinin.[3]

Á eftir Guðrúnu Aradóttur kom hingað önnur Guðrún og var Erlingsdóttir (1760-1823). Hún er hér næstu sex ár allt þar til Guðrún húsfreyja hætti búskapnum. Um þessa Guðrúnu segir ekki annað í sóknarmannatalinu en að hún sé „læs“ og þegar kemur að samskiptum við hitt kynið er hún tæplega hálfdrættingur á við nöfnu sínar Aradóttur, en um þessa þriðju vinnukonu og son hennar verður fjallað í næsta þætti.

Eftir að Guðrún á Beinakeldu hafði úthýst karlmönnum af heimilinu, fyrir utan eitt barn, heyjar hún fyrir kúnum sínum með einni vinnukonu og Elísabetu holdsveiku sem  hefur þó líkast til gætt bæjarins og litla drengsins meðan þær húsmóðirin og vinnukonan slógu engjarnar niður með Giljánni eða jafnvel engjablett á Eylendinu, eða þá heyjuðu túnkragann við bæjarhúsin. Fullorðna fénu og hestunum var örugglega ætlaður útigangur að mestu í flóunum kringum bæinn en kúnum og lömbunum þurfti að gefa inni allan veturinn, og ótrúlegt hvað kýr geta étið mikið af töðu ef þær fá nægju sína. Hverri kú voru ætlaðir um 40 hestburðir yfir veturinn og það er mikið, ef haft er í huga að heyjanna var aflað nánast með steinaldarverkfærum.

Ekki er öruggt um dvalarstaði Guðrúnar Guðmundsdóttur síðustu árin, eftir að hún hætti búskap á Beinakeldu 1797, en hún er skráð á Þingeyrum í húsvitjunarbók 1800 og um stöðu hennar á heimilinu segir einfaldlega „komin,“ þannig að hún mun nýkomin þangað það ár. Árið eftir deyr Guðrún, 8. október 1801, þá sögð „tekin“ sem ég skil svo að hún hafi gerst nokkurs konar próventukona á Þingeyrum því hún átti eignir til að leggja með sér til framfæris. Dánarmein hennar er heldur óvenjulegt, einungis „kör,“ sem er nú ekki beinlínis banvænt í sjálfu sér, en mun vitnisburður um slit og þróttleysi.

Dánarbú Þórunnar Ísleifsdóttur.


[1] Verður helst lesið svo. Það er eftirtektarvert, miðað við nútíma málvenju, að gerður er greinarmunur á „töðu,“ sem er fengin af ræktuðu túni, og „heyi“ sem er fengið af engjum, þ.e. útheyi.
[2] Ættir Austur-Húnvetninga, bls. 1135.
[3] Sbr. Borgfirskar æviskrár II, bls. 365-366.

Þættir úr sögu sveitar

Undir titlinum Þættir úr sögu sveitar birtir Jón Torfason nokkra þætti úr sögu Torfalækjarhrepps frá lokum 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Þá voru í hreppnum 20 jarðir þar sem auk húsbænda var margt vinnufólk og einnig húsfólk. Í þáttunum verður saga þessara jarða og þess fólks sem þar lifði rakin lítillega. Íbúar sveitarinnar tengdust á ýmsa vegu og verður reynt að draga sitthvað fram um samskipti fólks en margt er þó óvíst um tengsl einstakra manna og kvenna.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið