Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Miðvikudagur, 22. september 2021
   m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
September 2021
SMÞMFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293012
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:50 SSV 3 -2°C
Laxárdalsh. 04:50 SA 4 -1°C
Vatnsskarð 04:50 S 3 -2°C
Þverárfjall 04:50 V 1 -1°C
Kjalarnes 04:50 ASA 1 4°C
Hafnarfjall 04:50 SSA 4 4°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
17. ágúst 2021
Baráttan heldur áfram
Ný bylgja kórónuveirufalaldurs hér á landi er áminning um að baráttan við veiruna er hvergi nærri lokið. Bylgjan sem nú ríður yfir er sú stærsta og hafa flesta daga greinst yfir 100 smit á dag.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Bjarna Jónsson
21. september 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
20. september 2021
Frá Sillu og Hlyn
15. september 2021
10. þáttur. Eftir Jón Torfason
12. september 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
12. september 2021
Eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur
09. september 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
05. september 2021
Eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur
01. september 2021
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 22. ágúst 2021 - kl. 14:37
Ómetanleg, lifandi sífersk vinátta
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Þegar sá er þetta ritar skrifaði sína fyrstu grein aðeins tvítugur að aldri fyrir þrjátíu og sjö árum var ég upp tendraður af því og þakklátur fyrir að fá óverðskuldað að eiga ómetanlega en vaxandi, síunga, ferska og lifandi vináttu frelsarans Jesú Krists vísa.

Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og þjóðfélagsbreytingar og tækninýjungar orðið með margsnúnum og nánast ólíklegasta hætti. Ráðamenn hafa komið og farið sem og straumar og stefnur. Og sjálfur hef ég gengið í gegnum mína ævidaga og safnað lífsreynslu og minningum sem ég get heilt yfir ekki verið annað en þakklátur fyrir, jafnvel þrátt fyrir að hafa þurft að lifa með ólæknandi krabbameini núna síðast liðin átta ár.

Óendanlega þakkarverð samfylgd

Öllum þessum árum síðar segi ég enn og aftur, að þiggja það að fá að eiga Jesú að daglegum vini í gegnum þykkt og þunnt upp á hvern dag ævigöngunnar er það dýrmætasta sem nokkrum getur hlotnast. 

Því að eiga Jesú að sem bróður og vin og leiðtoga lífs síns felst ekki í því að kunna eitthvað, vita hvað verður, skilja, geta eða vita eitthvað yfir höfuð. Það felst heldur ekki í því að standast einhverja skoðun og vera samþykktur. Eða í því að blíðka einhverja Guði eða anda. Og það fellst heldur ekki í því að aðhyllast einhverjar fyrir fram niðurnjörvaðar trúarhugmyndir eða skoðanir. Eða kyngja einhverjum kenningum sem standast illa tímans tönn og troðast illa niður. Í því felst ekki heldur að gera endilega eitthvað á ákveðnum tímum. Það er ekki eins og að fylgja eða kjósa stjórnmálaflokk eða halda með einu íþróttafélagi umfram annað.

Að fá að fela Guði líf sitt sem Jesús birtir okkur og vill fá að gefa okkur með sér er í eðli sínu heldur ekki einhverjir siðir eða tilburðir, ritúal eða venjur. Þótt siðir, mildur kærleiks agi og venjur geti að sjálfsögðu verið af hinu góða.

Tilboð um fyrirgefningu, frið og sátt

Að vera kristinnar trúar er í raun og veru að þiggja raunverulega vináttu og samfylgd Jesú Krists, okkar lifandi frelsara og eilífa lífgjafa og lifa meðvitað og ómeðvitað í auðmýkt í náð hans og miskunn þar sem þú ert samþykktur eins og þú ert í ljósi hans.

Kristin trú er nefnilega í eðli sínu útréttur armur frelsarans sem býður uppörvandi vináttu sína, skilning á eðli okkar og samfylgd sem aldrei bregst eða trosnar. Vináttu sem varir ekki aðeins ævinlega heldur eilíflega.

Jesús er nefnilega gjöf Guðs til okkar. Hún er eins langt frá því að vera ítroðsla eða þvingun eins og suðrið er frá norðrinu.

Þú verður ekki að þiggja hana. Þitt er valið. Þú mátt það ef þú vilt.

Kristin trú er nefnilega ekki einhver formúla eða kerfi sem þú fékkst í arf og verður að viðhalda til að verða ekki þjóð þinni eða ætterni til skammar. Hún er ekki dauður lagabókstafur eða kenning sem ekki virkar. Heldur samfélag við lifandi frelsara sem elskar þig út af lífinu. Tilboð um að þiggja óverðskuldaða kærleiksgjöf Guðs. Tilboð um fyrirgefningu og sátt. Persónulega vináttu og samfylgd, líf og frið.

Kristin trú virkar nefnilega sem heimska fyrir þeim sem ekki vilja þiggja hana sem gjöf. En fyrir þeim sem taka vilja á móti er hún náðargjöf. Kraftur Guðs sem varir til eilífs lífs.

Ef þú vilt forðast hana, skaltu sannarlega vara þig á henni, því hún er smitandi. Hún nefnilega á það til að berast frá hjarta til hjarta, manni til manns, kynslóð eftir kynslóð með persónulegum vitnisburði, tilbeiðslu og jafningjafræðslu.

Siðir og venjur

Siðir, hefðir og viðteknar venjur kunna að koma og fara. Lög og reglur, menning og viðmið breytast. En dæmisögur Jesú, kærleikur og fyrirheit, friður, orð, ást og verk munu áfram halda velli og ferskleika sínum um ókomna tíma. Vekja til umhugsunar um lífið, mannkærleika og það sem skiptir máli. Svo lengi sem veröldin stendur. Þrátt fyrir allt og alla strauma og stefnur. 

Guðs ríki er nefnilega nær okkur en við kunnum að halda. Það getur nefnilega leynst innra með okkur. Ef við bara viljum opna fyrir því, sjá með hjartanu og koma auga á það.

Með kærleiks- og friðarkveðju.

- Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
23. júní 2021
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir.... Hann er með: Frekjugang, aulagang, ...
::Lesa

©2021 Húnahornið