Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Miðvikudagur, 8. desember 2021
   m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2021
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 03:19 0 0°C
Laxárdalsh. 03:19 0 0°C
Vatnsskarð 03:19 0 0°C
Þverárfjall 03:19 0 0°C
Kjalarnes 03:19 0 0°C
Hafnarfjall 03:00 ASA10 2°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
29. október 2021
Spennandi tímar
Alþingiskosningarnar eru yfirstaðnar og eins og gengur eru sumir sáttir og aðrir ósáttir og enn aðrir mjög ósáttir.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Unni Valborgu Hilmarsdóttur
02. desember 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
02. desember 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
28. nóvember 2021
15. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. nóvember 2021
Eftir Hafdísi Báru Óskarsdóttur
17. nóvember 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. nóvember 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. nóvember 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. nóvember 2021
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 31. október 2021 - kl. 12:36
Samferða í gleði og sorg
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Mig langar góðfúslega að þessu sinni, óumbeðinn, að vekja athygli á þakkarverðu starfi og þjónustu kirkjunnar í landinu. Kirkjunnar sem rammar inn líf okkar sem þiggja viljum sem greinar á því lífsins tré sem fær að vaxa og dafna í skjóli og samfylgd frelsarans okkar og eilífa lífgjafa, Jesú Krists á stærstu stundum ævinnar í gleði og sorg. Þar sem gleði, fögnuður og þakklæti ríkir í bland við tár, grát, sorg, söknuð og erfiðar tilfinningar.

Vissir þú til dæmis að í mörgum kirkjum er boðið upp á svo kallaða krílasálma fyrir ungbörn. Einnig sérstaka foreldramorgna að ógleymdum sunnudagaskólanum gamla góða en síferska þar sem fram fer vandað og uppbyggilegt, fræðandi og skemmtileg starf. Einnig er í mörgum kirkjum boðið upp á sérstakt starf fyrir 6 9 ára börn og einnig sérstaklega fyrir 10 - 12 ára. Að ógleymdum vinsælum leikjanámskeiðum á sumrin. Þá er fermingarfræðslan góða á sínum stað sem endar með fermingardeginum sjálfum sem er þó alls engin útskrift úr kirkjunni. Heldur meðvitað upphaf á sjálfstæðri göngu með Guði í gegnum lífið undir leiðsögn leiðtoga lífsins, Jesú Krists. Þá er í mörgum kirkjum einnig öflugt unglinga- og ungmennastarf.

Velkomin um borð, það eru allir velkomnir

Þá er boðið uppá fjölbreytt guðsþjónustu- eða messuhald á misjöfnum tímum á sunnudögum. Í miðri viku er svo í mörgum kirkjum opið hús með fróðlegum og skemmtilegum uppákomum öflugt eldri sí vinsælt borgarastarf.

Þá rekur kirkjan fjölskylduráðgjöf og hjálparstarf. Kórastarfið er alltaf vinsælt, eftirsótt og öflugt. Kirkjukórar, Gospellkórar og barna- og unglingakórar.

Einnig er boðið víða upp á 12 sporastarfið, andlegt ferðalag. Fundi og námskeið. Jafningjafræðslu og spjall í hópum auk Alfa-námsleiða þar fjallað er um undirstöðu kristinnar trúar og iðkun í daglegu lífi.

Kirkjan bíður einnig upp á kyrrðar- og bænastundir, námskeið í núvitund, Biblíulestra og spjall þar sem textar Biblíunnar eru teknir fyrir. Einnig kvöldstundir með tónlist, orði úr Biblíunni, stuttri hugvekju og hugljúfri tónlist og jafnvel ljóðalestri.

Stuðningur, samstaða og fræðsla

Í kirkjunum má einnig finna sorgarhópa. Stuðning og eftirfylgd við þau sem hafa misst og fást við sorgarúrvinnslu. Þá er boðið upp á fjölbreytt menningar- og listastarf þar sem sköpunargleðin fær að þróast, njóta sín og finna sér farveg.

Kirkjan er víða í bæjarfélögum og hverfum þátttakandi og jafnvel miðstöð hverfahátíða eins og á öskudaginn, sumardaginn fyrsta og á vorin í lok vetrarstarfsins.

Oft eru haldin málþing um eitt og annað sem tengist bæði erindi kirkjunnar og tengingu við nútíma samfélag á nánast öllum sviðum. Rætt um umhverfismál, að fara vel með náttúruna og hlúa að loftslaginu. Mótun flóttamanna- og innflytjendastefna. Starf fyrir fólk sem ný flutt er til landsins og aðstoð við það. Fræðsla um menningar- og trúararfleifð og rætt um kristna trú, hlutverk og stöðu kirkjunnar í nútímasamfélagi.

Farið er gjarnan í menningar- og fræðsluferðir á vorin og haustin þar sem fræðst er um sögu, landið skoðað og jafnvel komið við í fyrirtækjum víða um land þar sem fræðsla fer fram um nýjungar í atvinnulífinu.

Allt er þetta svo rammað inn með signingu, stuttum hugleiðingum, bæn og blessunarorðum svo allir fara ríkari andlega frá borði.

Siglum saman í átt að friðarins höfn

Um leið og kirkjan þarf að fá að vera skjól fyrir dægurþrasi þarf hún ávallt að taka sér stöðu með þeim sem hallað er á og eða verða undir í samfélaginu með einhverjum hætti. Um leið og kirkjan býðst til að ramma ævigöngu fólks inn með skírn, fermingu, hjónavígslu og útförum þarf hún jafnframt að vera mannlífstorg iðandi af lífi, fræðslu og samtali. Hún býðst til að vera til staðar þegar á þarf að halda og styðja fólk sem verður fyrir áföllum á lífsleiðinni eða fer í gegnum erfið æviskeið.

Kirkjan þarf að vera sá leiðarvísir sem henni var ætlað þar sem allir eru jafnir og ekki er spurt um aldur, kyn, menntun, stétt eða stöðu. Kirkjan vill fá að taka þátt í að styrkja fólk til valdeflingar og styrkari sjálfsmyndar. Sérstaklega þeirra sem finna sig einhverra hluta vegna vanmáttug í eigin skinni og gagnvart kerfinu, sjálfum sér, samfélaginu eða Guði.

Biðjum fyrir kirkjunni og hennar fjölbreytta og mannbætandi starfi og þjónustu. Biðjum fyrir okkur sjálfum og öllum þeim verkefnum sem við tökumst á við og því fólki sem við mætum dags daglega.

Við erum öll kirkjan sem þiggja viljum. Hún byggist upp á lifandi steinum. Flestum líklega hriplekum.

Í kirkjunni eru engir gestir. Þar eiga þeir heima sem vilja vera með. Hún tekur hún á móti okkur með opinn faðminn og býður okkur velkomin um borð til að standa saman og sigla saman heim í hina himnesku friðarins höfn.

Með einlægri samstöðu í bæn og með kærleiks- og friðarkveðju.

- Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
23. júní 2021
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir.... Hann er með: Frekjugang, aulagang, ...
::Lesa

©2021 Húnahornið