Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Fimmtudagur, 9. desember 2021
   m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2021
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 10:00 NNV 6 -5°C
Laxárdalsh. 10:00 ANA 9 -2°C
Vatnsskarð 10:00 ANA 4 -2°C
Þverárfjall 10:20 0 0°C
Kjalarnes 10:00 ANA 15 2°C
Hafnarfjall 10:00 SA 7 4°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
29. október 2021
Spennandi tímar
Alþingiskosningarnar eru yfirstaðnar og eins og gengur eru sumir sáttir og aðrir ósáttir og enn aðrir mjög ósáttir.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. desember 2021
Eftir Unni Valborgu Hilmarsdóttur
02. desember 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
02. desember 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
28. nóvember 2021
15. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. nóvember 2021
Eftir Hafdísi Báru Óskarsdóttur
17. nóvember 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. nóvember 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. nóvember 2021
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi.
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi.
Pistlar | 10. nóvember 2021 - kl. 15:00
Stökuspjall: Blikar haf í norðurátt
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Ýfast tekur aldan sölt
úti um svið á hausti.
Ljóðasnekkjan lek og völt
liggur upp í nausti. Páll Kolka

„Þau skáldfræ sem skapanornirnar færðu mér í vöggugjöf, lágu geymd niðri í handraða allan vortíma ævinnar þegar sólin skín heitast og gróðurskúrirnar eru máttugastar. Á miðju sumri“, skrifar Páll, er þá orðinn 43 ára, „gróðursetti ég þessi skrælnuðu fræ í litlum friðuðum reit innan míns ágæta heimilis og þangað hefi ég oft leitað hvíldar eftir erfiði dagsins og skjóls undir illviðraskúrum. Það er með hálfum huga að ég býð almenningi að skoða það sem sprottið hefir úr þessari síðsánu jörð.“

Í fyrri ljóðabók sinni, Hnitbjörgum, rabbar héraðslæknirinn við sýslunga sína og frændur, segir þeim að lítt hafi hann sinnt lestri eða skáldskapiðju á skólaárum sínum en útskýrir síðan hvers virði honum sé að setjast við skriftir – og yrkja – og lesa má hér að ofan.

Um sál vora deila Dul og Vil
hvern dag, við nautnir og störf.
Að krefja þær nornir um skuldaskil
er skáldinu eðlisþörf. PK

Í Húnvetningi, ársriti 1956 frá Akureyri segir Páll um biðstofu fyrir sjúklinga héraðsins á nýja Héraðshælinu: „Þar er ætlunin að hafa myndir af Jósep Skaftasyni, fyrsta héraðslækni Húnvetninga og Guðmundunum þremur, sem gerðu húnvetnska garðinn frægan með forgöngu sinni í heilbrigðismálum þjóðarinnar.“

Páll yrkir til eins þeirra, Guðmundar Hannessonar frá Guðlaugsstöðum:

Þína eigin þræddir leið
í þjóðmálanna slarki.
Hún mun verða gata greið
að göfgu og háu marki. PK

Þegar Páll fer að lýsa heimahögum sínum, snarar hann sér í skáldahaminn, velur þeim orð við hæfi, sum mild en önnur hvöss og segir:

Lyfta fjöllin höfði hátt
hlúa blítt að frjóvgum dölum
liðast ár á blómgum bölum
blikar haf í norðurátt
spegla vatnadjúpin dátt
dýra mynd af loftsins sölum.

Og sendir eftirkomendunum heillakveðjur:

Fylgi jafnan fram um vegi
feðragiftan ungum lýð.
Og á tæru vötnin víð
verpi roða af nýjum degi.

Ljóðlínurnar hér að ofan eru úr ljóðinu Húnabyggð og þar fylgja skýringar höfundarins aftast í ljóðabókinni Hnitbjörgum  að þeim, sem fæðist á bjarnfelds beð – bjarnarfeldi – verði aldrei kalt og hendingin Af sefans tindi þýði af hugartindi sem rifjar upp að ljóðið um Húnabyggð var ort úti í Vestamannaeyjum þar sem Páll starfaði áður en hann flutti norður á Blönduós.

Hér birtist sjöunda erindi Húnabyggðar:

Fast var sóttur sjór af Skaga
sagnir herma, í gamla daga.
Þorbjörn Kolka í þungum sjó
þreytti róður geyst að landi.
Bæri að höndum voði og vandi
viknaði kempan ekki, en hló
Hafnabóndann heim hann dró
hjálparfús að vararsandi.

Guðmann Hjálmarsson söngstjóri samdi hrífandi lag við þetta ágæta kvæði Páls Kolka, sem hefur orðið héraðssöngur í Austur-Húnavatnssýslu.

„Páll gaf út tvær ljóðabækur, Hnitbjörg og Ströndina, leikritið Gissur jarl og minningarritið Úr myndabók læknis. Auk þess héraðsritið Föðurtún sem fjallar um land og sögu, jarðir og búendur í Húnaþingi og er brautryðjandaverk á sínu sviði. Þar naut Páll ættvísi sinnar. Hann ritaði mikið í blöð, blandaði sér í þjóðmálaumræður og ritaði um vísindi og heimspeki. Um árabil flutti hann þáttinn Um daginn og veginn í ríkisútvarpið með sinni sterku rödd.“ Mbl. 24. jan. 2015

Páll Kolka fór ekki að fást við skáldskap fyrr en um miðjan aldur, þýðingar hafa sömuleiðis heillað hann. Edgar Allan Poe var í uppáhaldi og flestar þýðingarnar í Hnitbjörgum eru á ljóðum hans en hann þýðir fleiri höfunda eins og Shelley, Óð til vestanvindsins:

Óður til vestanvindsins

I.

1.

Ó, haustsins andi, fleygi vestanvindur
þinn vængjasláttur hrekur blöðin dauð
sem húmsins vofur morgunsólarsindur.

  2.

Gulnuð og bliknuð, svört, af sóttblæ rauð
hnigu þau feig. En vagn þinn vængjuð fræ
að vetrarskýli flytur, köld og snauð

  3.

á beði dimmum undir ís og snæ
hvíla þau lágt sem lík í vígðum reit
uns lúður hljómar yfir fold og sæ

  4.

þíns bróður, vorsins barns, er fyllir sveit
með blómum, litum, ilmi af fjóli og reyr
og knýr á loftsins haga brum á beit.

  5.

Voldugi andi, loftsins létti þeyr
lífgjafi og eyðir, kall mitt heyr, ó, heyr!

 

II.

6.

Á straum þíns fljóts á loftsins leiðum hreinum
sem laufblöð visin hrynja reikul ský
er féllu af hafs og himins tengdu greinum -

7.

englar, sem ráða regni og þrumugný.
Frá sjónarhring um himindjúpin tær
breiðist og rís - sem langt og liðað strý

  8.

tröllkonu rammrar, sem er óð og ær -
bólstrandi ský, sem byltist til og frá
blaktandi lokkar storms, er færist nær.

  9.

Sem dökku tjölduð grafarhvelfing há
rís hinsta skýjuð nótt þess árs, sem deyr.
Ó, þú sem trylltan helsöng hefur þá

  10.

svo skýjahrannir þykkna og þéttast meir
með þrumu, hagl og steypiregn. Ó, heyr!


III.

  11.

Ó, þú sem raskar mætum, mildum draumi
Miðjarðarhafsins bláa, er hvíldist rótt
vaggað í mjúka værð af krystalsstraumi

  12.

Hjá víkurhólma um bjarta júnínótt
sá það í draumi týnda turna og höll
í tíbrá mjúkra gára, er bærðust hljótt

  13.

með mosaskrúða um múra og þökin öll
og mararblóm með töfrafríðum lit.
Ó, þú sem klýfur Kyrrahafsins völl.

  14.

í kamba og djúpar gjár með hörðum þyt
svo viðir þeir, sem vaxa úr djúpsins leir
og viðkvæm blóm með marareldað glit

  15.

rödd þína kenna, kikna og hrjást sem reyr
kvíðafull titra og bregða lit. Ó heyr!


IV.

  16.

Ef eg væri blað, sem visnu lyftir þú
ef væri eg ský, sem fylgir þinni braut
eða alda, sem við strok þitt stynur bljúg

  17.

af orku þinni afl mér félli í skaut.
Ef væri eg jafnvel eins eg eitt sinn var
á æskutíð. Þá fannst mér lítil þraut

  18.

um himins óraveg að fá mér far
sem fylgdarsveinn og keppinautur þinn
þú engum háði! Eg hrópa og bið um svar

  19.

því hjálpar leita þjáður andi minn:
Sem bylgju, skýi, laufi lyftu mér
mig lífsins þyrnar hrjá. Mér blæðir inn!

  20.

Áranna byrði bugar mig, sem er
bráðlátur, taumlaus, stoltur - líkur þér.


V.

  21.

Gerðu mig þína gígju, líkt og tréð
þótt gulnuð blöð mín einnig hrynji lágt.
Hvorttveggja fær þá haustblæ djúpan léð.

  22.

þeim hrikaleik með ramman tónaslátt
sem magnar þú. Lát mig og þig verða eitt.
Veit mínum anda sjálfs þín kraft og hátt.

  23.

Lát söng míns ljóðs um löndin fara greitt
sem lúðurhljóm og orð mín fljúga á sveim
sem gneistaflug úr arineldi þeytt.

  24.

Ljá hugsun minni væng um víðan geim
sem visnu blaði, er frjóvgar jarðarskaut
og spádómsvald, sem vekur allan heim.

  25.

Ó, vindur, tjáðu í vetrarkulda og þraut:
Er vorsins miskunn ekki skammt á braut?

ODE TO THE WEST WIND
by Percy Bysshe Shelley

I

O wild West Wind; thou breath of Autumn’s being,
Thou, from whose unseen presence the leaves dead
Are driven, like ghosts from an enchanter fleeing, –
Yellow, and black, and pale, and hectic red,
Pestilence-stricken multitudes: O thou,
Who chariotest to their dark wintry bed –
The winged seeds, where they lie cold and low,
Each like a corpse within its grave, until
Thine azure sister of the Spring shall blow –
Her clarion o’er the dreaming earth, and fill
(Driving sweet buds like flocks to feed in air)
With living hues and odors plain and hill: –
Wild Spirit, which art moving everywhere;
Destroyer and preserver; hear, oh, hear! –

II

Thou on whose stream, mid the steep sky’s commotion,
Loose clouds like earth’s decaying leaves are shed,
Shook from the tangled boughs of Heaven and Ocean, –
Angels of rain and lightning: there are spread
On the blue surface of thine aery surge,
Like the bright hair uplifted from the head –
Of some fierce Maenad, even from the dim verge
Of the horizon to the zenith’s height,
The locks of the approaching storm. Thou dirge –
Of the dying year, to which this closing night
Will be the dome of a vast sepulchre,
Vaulted with all thy congregated might –
Of vapors, from whose solid atmosphere
Black rain, and fire, and hail will burst: oh, hear! –

III

Thou who didst waken from his summer dreams
The blue Mediterranean, where he lay,
Lulled by the coil of his crystalline streams, –
Beside a pumice isle in Baiae’s bay,
And saw in sleep old palaces and towers
Quivering within the wave’s intenser day, –
All overgrown with azure moss and flowers
So sweet, the sense faints picturing them! Thou
For whose path the Atlantic’s level powers –
Cleave themselves into chasms, while far below
The sea-blooms and the oozy woods which wear
The sapless foliage of the ocean, know –
Thy voice, and suddenly grow gray with fear,
And tremble and despoil themselves: oh, hear! –

IV

If I were a dead leaf thou mightest bear;
If I were a swift cloud to fly with thee;
A wave to pant beneath thy power, and share –
The impulse of thy strength, only less free
Than thou, O uncontrollable! If even
I were as in my boyhood, and could be –
The comrade of thy wanderings over Heaven,
As then, when to outstrip thy skiey speed
Scarce seemed a vision; I would ne’er have striven –
As thus with thee in prayer in my sore need.
Oh, lift me as a wave, a leaf, a cloud!
I fall upon the thorns of life! I bleed! –
A heavy weight of hours has chained and bowed
One too like thee: tameless, and swift, and proud. –

V

Make me thy lyre, even as the forest is:
What if my leaves are falling like its own!
The tumult of thy mighty harmonies –
Will take from both a deep, autumnal tone,
Sweet though in sadness. Be thou, Spirit fierce,
My spirit! Be thou me, impetuous one! –
Drive my dead thoughts over the universe
Like withered leaves to quicken a new birth!
And, by the incantation of this verse, –
Scatter, as from an unextinguished hearth
Ashes and sparks, my words among mankind!
Be through my lips to unawakened earth –
The trumpet of a prophecy! O, Wind,
If Winter comes, can Spring be far behind! –

Fleira að skoða:
P.V. G. Kolka Húnabyggð: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=5797
Heimaslóð Vestmannameyjum: http://www.heimaslod.is/index.php/P%C3%A1ll_V._G._Kolka#/media/File:Saga_Vestm.,_E_II.,_304cb.jpg
Mbl. 24. jan.2015 um Pál Kolka: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1539749/
Shelley, enskt skáld: https://www.poetseers.org/the-romantics/percy-bysshe-shelley/shelleys-poems/

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
23. júní 2021
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir.... Hann er með: Frekjugang, aulagang, ...
::Lesa

©2021 Húnahornið