Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Miðvikudagur, 26. janúar 2022
   m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Janúar 2022
SMÞMFL
2627282930311
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
303112345
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:10 S 3 -3°C
Laxárdalsh. 11:10 SV 0 -3°C
Vatnsskarð 11:10 V 1 -6°C
Þverárfjall 11:10 SSV 0 -6°C
Kjalarnes 11:10 ASA 3 -2°C
Hafnarfjall 11:10 N 1 -2°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
29. október 2021
Spennandi tímar
Alþingiskosningarnar eru yfirstaðnar og eins og gengur eru sumir sáttir og aðrir ósáttir og enn aðrir mjög ósáttir.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Eyjólf Ármannsson
24. janúar 2022
16. þáttur. Eftir Jón Torfason
22. janúar 2022
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. janúar 2022
Eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Ara Trausta Guðmundsson
21. janúar 2022
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
19. janúar 2022
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. janúar 2022
Eftir Birgi Þór Haraldsson
13. janúar 2022
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
10. janúar 2022
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 27. desember 2021 - kl. 18:59
Sögukorn: Sigling af hafi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Marga kaupmenn hefur spákonan í Felli litið – hafi hún fest á þeim augun á annað borð – og þar varð snemma verslunarstaður bændanna og lausamanna, bæði úr Húnaþingi og norðan úr Skagafirði. Og ættarnöfn sín báru þeir með sér hingað upp á Frón,  sem vænta mátti um erlenda menn og einhverjir af oss innfæddum fundu sér einnig ættarnöfn bæði fyrr og síðar. Og eitt mannasnafn, Frímann, hefur vakið athygli mína og ég hygg að það hafi flust inn á Skagaströnd um aldamótin 1800.

Elsti Frímann sem finnanlegur er á Íslendingabók er danski tóbakskaupmaðurinn Vilhelm Frímann Schram f. 1807 en ekki var hann kominn til Skagastrandar þegar fyrsti Frímann íslenskur hlaut nafn, Kristján Frímann Sigurðarson f. 1813 og átti bæði móður og ömmu sem bjuggu við flóann. Kristín amma hans var ráðskona í Háagerði en móðir hans Arnbjörg var vinnukona í Hofs- og Spákonufellssóknum áður en hún flutti norður í Kaupangssveit. Mannsaldri síðar töldu Frímannar marga tugi og finnast þá líka vestur á Snæfellsnesi og suður í Garði.

En aðrar fréttir eru sýnu nýrri en Frímannatalið stuttaralega hér að ofan, út er komin bók um þá fornu Höfðaverslun og kaupmenn við Húnaflóa og segir þar:

„Skagaströnd var um aldir eini verslunarstaðurinn við austanverðan Húnaflóa. Verslun var í Kúvíkum í Reykjafirði á Ströndum og heyrði hún oftast undir kaupmanninn á Skagaströnd og var í raun útibú þaðan.“

Höfundur er fv. sveitarstjóri og viðskiptafræðingur, Lárus Ægir Guðmundsson og bókin heitir: Kaupmenn á Skagaströnd frá 1586.

Lárus Ægir rekur verslunarhætti, samskipti konungs og kaupmanna, en fyrstu kaupmenn sem sögur fara þar af, áðurnefnt ár 1586, eru frá Hamborg. En á því varð mikil breyting, danskir kaupmenn fóru að birtast, treystu þó í fyrstu á Hamborgara en einokunarverslun konungs hófst 16 árum síðar, þ.e. 1602.

Vitnar fræðimaðurinn Lárus Ægir þar í sveitunga sinn, Magnús fræðaþul Björnsson:„Þegar Kristján IV. Danakonungur þröngvaði einokunarversluninni upp á Íslendinga árið 1602 hófst tímabil hnignunar í sögu landsins og hélst svo í nálega tvær aldir. Öllu hrakaði . . . “

Og sr. Stefán Ólafsson prestur í Vallanesi orti um verslunarólag á Austurlandi og var harla stórorður – svona  rétt eins og Bæsár-Jón í Hörgárdal:

Danskurinn og fjandskurinn á Djúpavog
hann dregur að sér auðinn við brimseltusog
með fjandlega gilding og falska vog
færi betur reyrðist um hálsinn hans tog.
Við landsfólkið setur hann upp ragnið og rog
reiðin hann tekur sem geysilegt flog
margt hann fyllir af mörnum trog
maðurinn kann í íslensku já, já og og.

En þó höfundur greini okkur glöggt frá þeim gömlu dönsku kaupmönnum þá gleymir hann ekki samtímakaupmönnunum, sem komu fram jafnvel eftir síðustu aldamót, tóku kannski forstofuherbergið fyrir höndlunina, aðrir bílskúrinn. Sumir voru stórhuga og höfðu sérstakt hús undir verslunina, kannski keypt af gamla kaupmanninum.

Að þessari bók er mikill fengur, saga kauptúnsins speglast á blöðum bókarinnar, vel valdar myndir eru á flestum síðum, margar eru af Skagstrendingum, húsunum þeirra, bílum, bryggjunni, Borginni sjálfri, búskapnum og náttúrunni þar í nágrenninu.

Bókin er 150 blaðsíður að lengd, í allstóru broti, myndirnar fræða og skýra mynd okkar af verslunarmálunum, þessu þýðingarmikla atriði í lífi og framgangi héraðanna sem nærri liggja. 

Kaupstaðarferðir Merkurmanna á Laxárdal um 1870, langar mig líka að minna hér á, þegar Erlendur bóndason á Mörk rifjar upp víndrykkju föður síns í verslunarferðum þangað, sem gat kostað að hann tepptist frá vinnu 6-10 daga.  Erlendur skrifar:

„Var þetta mesta tjón, einkum um sláttinn. Þetta ágerðist því meira sem hann slitnaði og um 60 ára aldur(1885) mátti hann helst ekki smakka vín. Þetta fundu þau hjón bæði og hve mikið tjón þetta var búinu. Þau komu sér því saman um, að Guðmundur færi ekki aðalkaupstaðarferðina svo hann gæti verið heima við vinnu sína, en í hans stað fór Steinunn og hafði með sér gagnlegan kaupamann eður vinnumann og svo bræðurna(Jón og Erlend) eftir að þeir gátu farið með lestina. Þó þetta væri ekki föst venja þá fríaðist Guðmundur við marga gigtarþrautina fyrir bragðið, en stöðugt fækkaði ferðum hans í kaupstað.“

Og þakka fyrir, Lárus Ægir, nýja og glæsilega bók um leiðangur áa okkar gegnum móðu, skort og ís af hafi. Þar dugði einasta þrautseigjan.

Meira efni:
Erlendur Guðmundsson: Heima og Heiman Rvík 2002
Einokunarverslunin: https://is.wikipedia.org/wiki/Einokunarverslunin

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2022 Húnahornið