Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 18. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:58 0 0°C
Laxárdalsh. 11:58 0 0°C
Vatnsskarð 11:58 0 0°C
Þverárfjall 11:58 0 0°C
Kjalarnes 11:58 0 0°C
Hafnarfjall 11:58 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Jóhann Jónsson póstur. Mynd: HAH
Jóhann Jónsson póstur. Mynd: HAH
Pistlar | 08. janúar 2022 - kl. 12:42
Sögukorn: Skeið úr hvalbeini
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Bls. 34-35 Eitt vorið (fyrir 1870) er ég kom heim úr verinu, fórum við norður Tvídægru. Þá gistum við að Hallkelsstöðum í  Hvítársíðu. Þá um morguninn varð mér reikað út í skemmu og sá þar einn hlut, er ég ekki bar kennsl á, tók hann ofan og skoðaði hann. Datt mér í hug að þetta væri skeið úr hvalbeini, þess háttar, er notaðar voru við hina fornu íslensku vefstóla. Ég bað konuna selja mér gripinn og senda að Kalmanstungu í veg fyrir mig, þá ég færi lestaferðina suður og það gerði hún. Gaf ég Jóni Árnasyni, frænda mínum, hana og lét hann hana á Forngripasafnið.

Þau ár sem ég var á Leysingjastöðum var Ásgeir Einarsson að byggja kirkjuna á Þingeyrum og fór ég marga sjóferðina með honum út í Skagastrandarkaupstað á hinum stóra teinæring er hann átti. Var þá Ásgeir að sækja timbur, kalk og fleira til byggingarinnar ...

Bls. 40 Er ég hafði hvílt mig heima nokkurn tíma lagði ég af stað norður á Akureyri og auðvitað gangandi. Fór ég þessa ferð til að sækja peninga fyrir sr. Tómas í Garpsdal ... Þessa leið fór ég einn og ókunnugur og þekkti engan mann á þessum slóðum. Heppnaðist þó ferð mín vel, því að ég treysti á guð og góðar vættir. Rétt fyrir jólin lagði ég svo upp í aðra póstferð(vestur á Bíldudal) og gekk hún einnig slysalaust, en þá næstu þorði ég ekki að fara því að kona mín var að því komin að ala barn. Fékk ég mann til að fara fyrir mig þá för og þann 15. mars fæddist mér önnur dóttir. (Elísabjörg 1876)

Bls. 41 Segir svo ekki af ferðum mínum, fyrr en ég kom að Auðshaugi, því þangað lá leiðin. Þar var alltaf tekið við mér svo vel af húsbændum, að eigi hefði þeir betur getað tekið barni sínu, en þessir húsbændur voru Gunnlaugur sýslumaður Blöndal og kona hans Sigrún Sveinbjarnardóttir.

Bls. 44 – 1881 Það vor fór ég norður í Vatnsdal fyrir Ólaf lækni að sækja hesta, sem þar voru fóðraðir um veturinn. Þá var illt að ferðast, gróðurlítið og kvillasamt mjög. Ég man að ég kom að bæ einum í Víðidal seint um kvöld og baðst gistingar. Þá lá þar allt fólk í mislingum nema húsbóndinn, er Oddur hét. Hann tók mér með ágætum, lánaði mér höft á alla hestana og flutti þá með mér á góðan haga. Síðan fór hann með mér upp á baðstofuloft. Þar lá margt veikt fólk og svaf ég þar af nóttina og sakaði ekki. Komst ég heilu höldnu heim með ofurlítið af hval, smjöri og tólg, er Björg systir mín gaf mér, er þá bjó rausnarbúi á Hofi í Vatnsdal.(móðir Halldóru Bjarnadóttur)

Bls. 46 Árið 1886 byggði ég baðstofu og búr undir sama risi, þiljaði hvorttveggja og keypti eldavél. Þá tók ég annan dreng af sama manni(hafði tekið dreng áður), þá fimm ára og var hann hjá okkur fram undir tvítugsaldur. Um þetta leyti fór ögn að batna efnahagur minn þótt búið væri alltaf fremur lítið. Ég tók vinnukonu með stúlkubarni, átta eða níu ára og voru þær hjá mér í fimm ár. Þá tók dóttir mín barn af fátækri konu suður í Saurbæ og var það hjá okkur í tíu eða tólf ár. Ennfremur tókum við ársgamalt stúlkubarn af stúlku í sveitinni er faðirinn dó og var hún hjá okkur til tvítugsaldurs en þá dó hún úr berklum.

Fólkið furðaði sig á, hve mörg börn við tókum þar eð efnin voru ekki mikil en þau litlu efni blessuðust vel. Sannleikurinn var sá, að alls ellefu börn voru fermd frá mér með dætrum mínum tveim en son minn missti ég úr barnaveiki á fjórða ári.

Stúlku tók ég til að kenna dætrum mínum og öðrum börnum á bæ og af og unglingum. Var hún tvo vetur. Bærinn var nú orðinn allrúmgóður. Baðstofuhúsið var hálfönnur hæð með svefn- og geymslulofti, pappalagt og með járnþaki. Um þetta leyti fór önnur dóttir mín suður til að læra að prjóna á vél og árið eftir keypti ég prjónavél. Síðan fór hin dóttir mín suður til þess að læra að sauma, síðan var hún eitt ár hjá frú Þóru Melsteð. Skilvindu keypti ég um þessar mundir og var það sú fyrsta, er þar kom í sveitir.

Bls. 46 – 1905 Ég hætti að búa og fluttist til Reykjavíkur... lítið var að starfa um veturinn. Þó reyndi ég að finna mér eitthvað til dundurs. Um skeið bar ég sand upp úr fjörunni og seldi. Þetta var erfitt verk og illa launað; fékk ég 25 aura fyrir tunnuna en í hana fóru 8-10 fötur. Suma daga var ég að mylja grjót inni í Holtum en margir unnu að því. Var efnið síðan notað við húsabyggingar.

Um vorið fór ég að höggva og pæla upp lóðarblett, sem fylgdi húsinu og bjó mér til kartöflugarð og lánaðist mér hann vel; þó hafði ég engan áburð utan þann sem féll til í húsinu, þang og skólp, því þá var ekki komin vatnsleiðsla eða skólpræsi, en allt vatn sótt í fötum, en alla þvotta var farið með inn í Laugar og var þar oft stirt samkomulag milli laugakerlinganna, þær oft kenndar og þá ekki sem bestar í skapinu, ef allt og allir var þá ekki eftir vild þeirra.

Höf. minninganna: Jóhann Jónsson frá Háagerði á Skagaströnd, bóndi og póstur á Bakka í Geiradal 1840 – 1926

Úr ævisögu Halldóru Bjarnadóttur Blönduósi:

Bls. 52 Þá kom Þorvaldur Thoroddsen, en hann var með skipinu og bætti úr þessum vanda(peningaleysi Bjargar móður HB)sem skapast hafði í bili. Hann var að koma frá Möðruvöllum. Hann var alinn upp hjá Jóni Árnasyni, þjóðsagnasafnara og þangað var ferð okkar heitið líka. Móðir mín og Jón voru bæði systrabörn og uppeldissystkin.

Bls. 64 Næsta sumar fór ég aftur norður(17 ára) og nú var greitt kaup, sex krónur fyrir vikuna. Það var vanalegt að greiða það svona liðléttingum. Þetta sumar var ég á Veðramóti hjá Birni móðurbróður mínum og Þorbjörgu frá Heiði. Leið mér þar ágætlega, enda var þar fjölmennt og skemmtilegt heimili. Um haustið réðist það svo, að ég varð eins konar kennari í hreppnum. Það var víst leyft þá að ráða kennara mánuð á hverjum stað. Kaupið var sex krónur um mánuðinn. Ég var á Veðramóti, kenndi börnum þar, einnig í Kálfárdal, langt upp í fjöllum. Þar var afskekkt ríkisheimili í gömlum skorðum. Þar átti ég aðeins að kenna heimasætunni dönsku. Heimilið var gamaldags en sterkt og heiðvirt. Í frambaðstofunni voru nokkrar kindur. Veittu þær nægan hita í baðstofuna en einkennileg var lyktin. En þessu vandist maður fljótt og lét það ekki á sig fá. Fannfergi var mikið þennan tíma. Þá hefði verið gaman að hafa skíði og kunna á þau. Á Sauðárkróki var ég í tvo mánuði og kynntist þar mörgu góðu fólki.

Bls. 66 Næstu tvo veturna var ég hjá Jóhanni móðurbróður mínum Jónssyni og Helgu Jakobsdóttur konu hans á Bakka í Geiradal. Þar kenndi ég tveimur dætrum þeirra hjóna, sem voru næstum því jafnöldrur mínar, en alls staðar var safnað saman börnum og unglingum á bæina til þess að nota sér kennsluna.

Viðauki IHJ: Ég var að leita að vísum í Heimdraga I hjá honum Kristmundi fræðimanni á Sjávarborg og ritstjóra Heimdraga, ætlaði að setja þær á Húnaflóavefinn þegar Jóhann póstur og sögur hans birtust mér en þeir Jón bókavörður Árnason eru systrasynir. Halldóra Bjarnadóttir er líka náfrænka en sögu hennar þekkjum við betur, enda kaus hún að flytja á Blönduós þegar Héraðshælið var reist þar.

Það stingur í stúf við frásagnarhátt höf. að Jóhann nefnir Halldóru ekki með nafni eða kallar hana frænku sína þegar hann segir frá kennslu hennar þar á Bakka. Það gerir hún aftur í sinni sögu.  

Engin fannst vísan.

Ólafsdætur tvær frá Harastöðum eru:

Guðríður 1811        Guðríður 1811                   Guðríður 1811                    Steinunn 1789                    

Björg 1844             Jóhann póstur 1840           Björn á Veðramóti 1849    Jón Árnason 1819     

Halldóra Bj. 1873    Elísabjörg  1876               Þorbjörn á Geitaskarði       Þorvaldur náði 15 ára aldri  

Meira efni:
Heimdragi I Rv. 1964
Halldóra Bjarnadóttir Ævisaga Rv. 1964
Vefsíða Jóns Árnasonar: http://jonarnason.is/
Sögukorn af Jóni Árnasyni: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=16088

 

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið