Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Miðvikudagur, 18. maí 2022
   m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2022
SMÞMFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 23:10 N 4 2°C
Laxárdalsh. 23:10 A 6 4°C
Vatnsskarð 23:10 SA 3 10°C
Þverárfjall 23:10 SSA 2 8°C
Kjalarnes 23:10 ANA 13 11°C
Hafnarfjall 23:10 N 3 12°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
03. apríl 2022
Vorið kemur
"Vorið er komið og grundirnar gróa," segir í texta Jóns Thoroddsen sem fjallar um vorið. Vorið er svo sem ekki alveg komið hér um slóðir en eitt er víst að það kemur. Í maí verður kosið til sveitarstjórna í öllum sveitarfélögum landsins, þar á meðal í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
24. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. maí 2022
Eftir Zophonías Ara Lárusson sem skipar 3.sæti lista sjálfstæðismanna og óháðra.
13. maí 2022
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson
13. maí 2022
Eftir Elínu Aradóttur
13. maí 2022
Eftir Eyjólf Ármannsson
13. maí 2022
Eftir Halldór Skagfjörð Jónsson
13. maí 2022
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Jói í Stapa
Jói í Stapa
Pistlar | 22. janúar 2022 - kl. 10:05
Stökuspjall: Gljúfur björt á sumardegi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Afmælisdagur Jóa í Stapa er 22. jan., hann lést fyrir rúmu ári, á 97. aldursári. Hann var eftirsóttur til húsasmíði, fór ungur til náms á Hvanneyri með vini sínum og nágranna sínum, Sigmundi á Vindheimum þar sem þeir lærðu sumt á bókina, en einnig margt fleira, Jói varð skólaskáldið og þeir eignuðust þar vini sem gleðiefni var að hitta, suma jafnvel árlega. Samfundir þeirra jukust þegar kom fram á elliár og annir minnkuðu og sumir létu sér annt um þessa nýbreytni Jóa að hitta hagyrðinga landsins á hverju hausti og þó mest Sigvaldi Jónsson á Húsavík/Kelduhverfi sem skipulagði mótið í Skúlagarði 1992 og fékk sér síðar eftirmann í Stefáni Vilhjálmssyni á Akureyri/úr Mjóafirði.

Haukur á Snorrastöðum var veislustjóri í Sælingsdal 1991 og Hallgrímur á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði undirbjó mótið á Hallormsstað 1993.

Jóa átti létt með vísnagerð, fljótur að stuðla og gjarnan til kvaddur þegar efnt var til gleðifunda. Hann stóð fyrir árlegum mótum hagyrðinga með vinum sínum og skólabræðrum. Mótin urðu alls 24, hófust á Skagaströnd 1989 og það síðast var á Húsavík 2012. Þá var Jói orðinn treystuminni, farinn að sleppa einu og einu móti, hafði verið í Stykkishólmi 2011 en sleppti þessu á Húsavík.

Mót nr. 4 stóð í Skúlagarði 15. ágúst 1992. Margir mótsgestir tóku sér skemmtiferð um Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur meðan þeir biðu kvöldsins og þar sátu saman Sigvaldi fararstjóri, skólabróðir Jóa og Andrés Valberg og dengdi Andrés stökum á sessunautinn sem var önnum kafinn að lýsa því sem fyrir augu bar. Jói kom til liðs og sendi stöku aftan úr bílnum:

Sitja tveir á sama stað
Sömu kenndum háðir.
Enginn þarf að efa það
þeir eru skrýtnir báðir.

Jói kom með magnað ljóð fram úr Jökulsárgljúfrum, ætlaði að flytja það á samkomunni um kvöldið, en fann ekki næði til að ganga frá því til flutnings.  Það birtist fáeinum mánuðum síðar í hagyrðingaritinu frá Skúlagarði sem frændi Jóa á Dalvík, Guðmundur Ingi Jónatansson, prentaði og gaf út:

Í Jökulsárgljúfrum

1. Glaðir sólargeislar lauga
gljúfrin björt á sumardegi
þar sem mæta undur auga
andstæður á förnum vegi.
Brunasandar, brattir stallar
birkikjarr með ilmi vænum
blómum skrýddir breiðir hjallar
bundulind í hvammi grænum.

2. Hrikabjörg með brúnir gneipar
bera svipmót kynjamynda.
Verkun skugga og sólar sveipar
sjónarspil um þil og tinda.
Hagleg rista í köldum klettum
kveikir hugarflug að nýju.
Svipþung tröll með sárum grettum
sviflétt dís með brosi hlýju.

3. Jökulsá með ólgu iðar
æðir fram úr gljúfraþröngum.
Þungri rödd við klettinn kliðar
kveður lag að fimbulsöngvum.
Byltir sér að bjargsins rótum
boðar faðma, sker og dranga.
Kuldalegum kærleikshótum
klettinn strýkur þétt um vanga.

4. Í skjóli hárra hamradranga
hér má finna ró að nýju.
Þar sem blómabreiður anga
búnar skarti í sólarhlýju.
Birkikjarr um breiða stalla
berjalyng á rinda og hóli.
Bláeyg fjóla í bröttum halla.
Burnirót í klettaskjóli.

5. Milli kaldra klettaþilja
kastar bergmál röddu þinni.
Skyldu huldar vættir vilja
vekja grun að návist sinni.
Þrotlaus elfar þungur niður
þylur lög í ótal myndum.
Vængjaþytur, þrastakliður
þýðlegt hjal í tærum lindum.

6. Blaðsins hvísl í bjarkarlundum
blæmjúkt vindahjal um teiga.
Þýtur í straumi þétt á grundu.
Þetta eru hljóð sem gljúfrin eiga.
Sorgum burt úr huga hrindir
hér er hvíld frá lífsins stríði.
Þökk sé fyrir þessar myndir.
Þetta er Drottins listasmíði. 

Jóhann Guðmundsson/Jói í Stapa

 

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2022 Húnahornið